Innlent

Endurkjörin formaður BSRB

Elín Björg Jónsdóttir
Elín Björg Jónsdóttir
Félagsmál Elín Björg Jónsdóttir var í gær endurkjörin formaður BSRB til næstu þriggja ára.

Elín Björg hefur verið formaður frá árinu 2009 og hún fékk 212 atkvæði í kjörinu sem fór fram á þingi BSRB. Jónas Engilbertsson hlaut tólf atkvæði en auðir seðlar voru þrír.

Þá var einnig kosið til framkvæmdanefndar BSRB. Árni Stefán Jónsson var endurkjörinn fyrsti varaformaður og Garðar Hilmarsson annar varaformaður. Kristín Á. Guðmundsdóttir verður áfram ritari.

Þá var Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, kjörinn gjaldkeri en hann kemur einn nýr inn í framkvæmdanefndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×