Hildarleikur á Balkanskaga 30. júlí 2012 01:00 Fjöldagrafir er víða að finna í Bosníu og Hersegóvínu. Leiðtogar Bosníu-Serba, þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic eru nú í haldi og hafa verið ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð. Fréttablaðið/AP Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum. Sveitir Bosníu-Serba hófu árásir á höfuðborgina Sarajevo í apríl og júgóslavneski herinn slóst í lið með þeim stuttu síðar. Þegar þar var komið við sögu voru einungis Serbía og Svartfjallaland undir fána Júgóslavíu þar sem Slobodan Milosevic réði ríkjum. Strax á fyrstu vikum ófriðarins voru múslímar reknir í stórum stíl í burt frá austurhluta landsins og sveitir Bosníu-Serba undir stjórn Ratko Mladic réðu um tveimur þriðju hlutum landsins. Næstu misseri hélst ástandið svo til óbreytt en árið 1994 mynduðu Bosníakar og Króatar bandalag gegn Serbum. Það var ekki fyrr en vorið 1995 sem hlutirnir fóru að þróast í samkomulagsátt. Eftir að Serbar höfðu virt úrslitakosti Sameinuðu þjóðanna að vettugi hófu sveitir NATO loftárásir á skotmörk í Serbíu, sem þvinguðu Bosníu-Serba að samningsborðinu. Í Dayton í Bandaríkjunum náðist samkomulag í nóvember, sem fól í sér stofnun sambandslýðveldis þar sem Bosníakar og Króatar fengu rúman helming landsvæðisins gegn tæpum helmingi sem fór til Bosníu-Serba. Alþjóðlegt friðargæslulið hefur séð um að halda þar friðinn síðan. Bosníustríðið reyndist versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar þar sem þúsundir manna, kvenna og barna létust í þjóðernishreinsunum. Þegar upp var staðið höfðu á annað hundrað manns týnt lífi og um tvær milljónir höfðu neyðst til að flýja heimkynni sín. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Stríðið í Bosníu-Hersegóvínu, sem geisaði á árunum 1992 til 1995, var hluti af átökunum sem fylgdu upplausn gömlu Júgóslavíu. Eftir að Króatía og Slóvenía höfðu slitið sig laus og fengið sjálfstæði sitt staðfest fylgdi Bosnía þar á eftir með sjálfstæðisyfirlýsingu á vordögum 1992. Staðan var þó talsvert flóknari í Bosníu þar sem þar voru þrjú meginþjóðarbrot, Bosníakar (Bosníumúslímar), Króatar og Serbar, sem bárust á banaspjótum. Sveitir Bosníu-Serba hófu árásir á höfuðborgina Sarajevo í apríl og júgóslavneski herinn slóst í lið með þeim stuttu síðar. Þegar þar var komið við sögu voru einungis Serbía og Svartfjallaland undir fána Júgóslavíu þar sem Slobodan Milosevic réði ríkjum. Strax á fyrstu vikum ófriðarins voru múslímar reknir í stórum stíl í burt frá austurhluta landsins og sveitir Bosníu-Serba undir stjórn Ratko Mladic réðu um tveimur þriðju hlutum landsins. Næstu misseri hélst ástandið svo til óbreytt en árið 1994 mynduðu Bosníakar og Króatar bandalag gegn Serbum. Það var ekki fyrr en vorið 1995 sem hlutirnir fóru að þróast í samkomulagsátt. Eftir að Serbar höfðu virt úrslitakosti Sameinuðu þjóðanna að vettugi hófu sveitir NATO loftárásir á skotmörk í Serbíu, sem þvinguðu Bosníu-Serba að samningsborðinu. Í Dayton í Bandaríkjunum náðist samkomulag í nóvember, sem fól í sér stofnun sambandslýðveldis þar sem Bosníakar og Króatar fengu rúman helming landsvæðisins gegn tæpum helmingi sem fór til Bosníu-Serba. Alþjóðlegt friðargæslulið hefur séð um að halda þar friðinn síðan. Bosníustríðið reyndist versti hildarleikur Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar þar sem þúsundir manna, kvenna og barna létust í þjóðernishreinsunum. Þegar upp var staðið höfðu á annað hundrað manns týnt lífi og um tvær milljónir höfðu neyðst til að flýja heimkynni sín.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira