Erlent

Cheney segir mistök að velja Palin sem varaforsetaefni 2008

Dick Cheney fyrrum varaforseti George Bush segir að Mitt Romney megi ekki gera sömu mistök og John McCain gerði árið 2008 þegar hann valdi Sarah Palin sem varaforsetaefni sitt. Cheney segir að valið á Palin hafi verið mikil mistök.

Cheney hefur boðið Mitt Romney aðstoð sína við valið á varaforsetaefninu en hann vill ekki segja í hverju sú ráðgjöf yrði fólgin.

Þetta kom fram í viðtali ABC sjónvarpsstöðvarinnar við Cheney. Hann segir að varaforsetinn eigi að geta komið í stað forsetans og að Palin hafi ekki haft neina burði til að valda forsetaembættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×