Erlent

Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum

Kynlífsdúkka. Mynd úr safni.
Kynlífsdúkka. Mynd úr safni.
Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur.

Hann telur fullvíst að innan skamms verði hægt að fá vélmenni sem líkist barni, sem bæði stynji og bregðist við snertingu.

„Þegar ákveðnar óskir eða þarfir eru til staðar eru engin takmörk fyrir því hvað kynlífsiðnaðurinn getur boðið upp á. Við verðum þess vegna að ræða hvar við setjum mörkin," segir Birkler í samtali við bt.dk.- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×