Erlent

Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir

Hnefaleikamaðurinn Thomas Essomba er einn af íþróttamönnunum sjö frá Kamerún sem hafa látið sig hverfa.Nordicphotos/afp
Hnefaleikamaðurinn Thomas Essomba er einn af íþróttamönnunum sjö frá Kamerún sem hafa látið sig hverfa.Nordicphotos/afp
Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa.

Drusille Ngako, varamarkvörður knattspyrnuliðs Kamerún, varð fyrst til að hverfa en hún mætti ekki til fundar við lið sitt í aðdraganda síðasta leiks þess á mótinu. Í kjölfarið hvarf sundmaðurinn Paul Ekane Edingue og hnefaleikararnir Thomas Essomba, Christian Donack Adjoufack, Abdon Mewoli, Blaise Yepmou Mendouo og Serge Ambomo svo. Þeir höfðu allir lokið keppni á leikunum.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×