Erlent

Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×