Erlent

Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama

Mitt Romney gerir harða hríð að Barack Obama Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP
Mitt Romney gerir harða hríð að Barack Obama Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum.

Romney fjallaði um þetta á kosningasamkomu nærri Chicago, heimaborg Obama. Hann sagði að forsetinn hefði eyðilagt bótakerfi Bills Clinton frá 1996 og hét því að kæmist hann til valda þyrftu allir að vinna til að eiga rétt á bótum.

Samkvæmt skoðanakönnunum mundi Obama verða endurkjörinn yrði kosið nú en mjótt er á mununum því aðeins rúmlega þrjú prósentustig skilja þá að.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×