Sjálfbærni makrílveiða – af hverju ekki laxveiða? Orri Vigfússon skrifar 5. mars 2012 07:00 Norski sjávarútvegsráðherann, Lisbeth Berg-Hansen, skrifar (í Fréttablaðinu 29. febrúar 2012) langa grein um þörfina á sjálfbærni makrílveiða í Norður-Atlantshafi. Hún vitnar í meginreglur sjálfbærrar stjórnunar, enduruppbyggingu stofnsins, mikilvægi fyrir dreifbýli og strandsamfélög og skráningu á vísindalegum gögnum. Niðurstaða hennar er að sú stefna sem Íslendingar og Færeyingar hafa fylgt sé brot á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og standi í vegi fyrir því að unnt sé að koma á sjálfbærum fiskveiðum. En trúir hún í raun sjálf því sem hún skrifar? Annar mjög mikilvægur fiskstofn er á ferð um Norður-Atlantshafið og ferðast göngur hans um hafsvæði innan lögsögu Færeyja og Noregs á leið til heimkynna sinna í ám í Finnlandi og Rússlandi. Þetta er hinn villti Atlantshafslax. En þegar ráðherrann Lisbeth Berg-Hansen fjallar um laxveiðar, skeytir hún alls ekkert um vísindi, upplýsingar sem safnað hefur verið í langan tíma og nauðsyn þess að sinna skynsamlegri stjórn, sjálfbærni og alþjóðalögum. Skyndilega tekur hún að þylja margþvældar tuggur af allt öðrum toga og vill efla útgerð sem er fullkomlega ábyrgðarlaus þar sem laxastofnar eru í svo mikilli lægð. Fjandsamlegt viðhorf Norðmanna til laxastofna annarra ríkja er vel þekkt allt frá árinu 1994 og það hefur verið staðfest með sífellt meiri upplýsingum ár hvert. Nýleg gögn sem komu fram hjá hópi alþjóðlegra vísindamanna sýna að milli 60-70% stórlaxa, sem veiddir eru á vorin í strandnet í Finnmörku, eiga uppruna sinn í Rússlandi. Þetta er viðkvæmasti hluti laxastofna í Atlantshafinu og samt virðist ráðherrann Berg-Hansen virða þá staðreynd að vettugi. Samtökin um verndun laxastofna í Atlantshafi, NASF, eiga samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins og saman höfum við í næstum 20 ár hvatt Norðmenn ítrekað til að láta af þessum netaveiðum. Vísindaráð Noregs hefur einnig gefið út alvarlegar viðvaranir um skaðann sem þessar veiðar hafa í för með sér. Norskir stjórnmálamenn halda áfram að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þeir kvarta undan Færeyingum sem sýndu sóma sinn í að hætta veiðum á laxi af norskum uppruna fyrir meira en 20 árum. Vilji Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra að tillögur hennar um makrílveiðar séu teknar alvarlega ætti hún að taka til í eigin ranni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Norski sjávarútvegsráðherann, Lisbeth Berg-Hansen, skrifar (í Fréttablaðinu 29. febrúar 2012) langa grein um þörfina á sjálfbærni makrílveiða í Norður-Atlantshafi. Hún vitnar í meginreglur sjálfbærrar stjórnunar, enduruppbyggingu stofnsins, mikilvægi fyrir dreifbýli og strandsamfélög og skráningu á vísindalegum gögnum. Niðurstaða hennar er að sú stefna sem Íslendingar og Færeyingar hafa fylgt sé brot á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og standi í vegi fyrir því að unnt sé að koma á sjálfbærum fiskveiðum. En trúir hún í raun sjálf því sem hún skrifar? Annar mjög mikilvægur fiskstofn er á ferð um Norður-Atlantshafið og ferðast göngur hans um hafsvæði innan lögsögu Færeyja og Noregs á leið til heimkynna sinna í ám í Finnlandi og Rússlandi. Þetta er hinn villti Atlantshafslax. En þegar ráðherrann Lisbeth Berg-Hansen fjallar um laxveiðar, skeytir hún alls ekkert um vísindi, upplýsingar sem safnað hefur verið í langan tíma og nauðsyn þess að sinna skynsamlegri stjórn, sjálfbærni og alþjóðalögum. Skyndilega tekur hún að þylja margþvældar tuggur af allt öðrum toga og vill efla útgerð sem er fullkomlega ábyrgðarlaus þar sem laxastofnar eru í svo mikilli lægð. Fjandsamlegt viðhorf Norðmanna til laxastofna annarra ríkja er vel þekkt allt frá árinu 1994 og það hefur verið staðfest með sífellt meiri upplýsingum ár hvert. Nýleg gögn sem komu fram hjá hópi alþjóðlegra vísindamanna sýna að milli 60-70% stórlaxa, sem veiddir eru á vorin í strandnet í Finnmörku, eiga uppruna sinn í Rússlandi. Þetta er viðkvæmasti hluti laxastofna í Atlantshafinu og samt virðist ráðherrann Berg-Hansen virða þá staðreynd að vettugi. Samtökin um verndun laxastofna í Atlantshafi, NASF, eiga samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins og saman höfum við í næstum 20 ár hvatt Norðmenn ítrekað til að láta af þessum netaveiðum. Vísindaráð Noregs hefur einnig gefið út alvarlegar viðvaranir um skaðann sem þessar veiðar hafa í för með sér. Norskir stjórnmálamenn halda áfram að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þeir kvarta undan Færeyingum sem sýndu sóma sinn í að hætta veiðum á laxi af norskum uppruna fyrir meira en 20 árum. Vilji Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra að tillögur hennar um makrílveiðar séu teknar alvarlega ætti hún að taka til í eigin ranni.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar