Sjálfbærni makrílveiða – af hverju ekki laxveiða? Orri Vigfússon skrifar 5. mars 2012 07:00 Norski sjávarútvegsráðherann, Lisbeth Berg-Hansen, skrifar (í Fréttablaðinu 29. febrúar 2012) langa grein um þörfina á sjálfbærni makrílveiða í Norður-Atlantshafi. Hún vitnar í meginreglur sjálfbærrar stjórnunar, enduruppbyggingu stofnsins, mikilvægi fyrir dreifbýli og strandsamfélög og skráningu á vísindalegum gögnum. Niðurstaða hennar er að sú stefna sem Íslendingar og Færeyingar hafa fylgt sé brot á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og standi í vegi fyrir því að unnt sé að koma á sjálfbærum fiskveiðum. En trúir hún í raun sjálf því sem hún skrifar? Annar mjög mikilvægur fiskstofn er á ferð um Norður-Atlantshafið og ferðast göngur hans um hafsvæði innan lögsögu Færeyja og Noregs á leið til heimkynna sinna í ám í Finnlandi og Rússlandi. Þetta er hinn villti Atlantshafslax. En þegar ráðherrann Lisbeth Berg-Hansen fjallar um laxveiðar, skeytir hún alls ekkert um vísindi, upplýsingar sem safnað hefur verið í langan tíma og nauðsyn þess að sinna skynsamlegri stjórn, sjálfbærni og alþjóðalögum. Skyndilega tekur hún að þylja margþvældar tuggur af allt öðrum toga og vill efla útgerð sem er fullkomlega ábyrgðarlaus þar sem laxastofnar eru í svo mikilli lægð. Fjandsamlegt viðhorf Norðmanna til laxastofna annarra ríkja er vel þekkt allt frá árinu 1994 og það hefur verið staðfest með sífellt meiri upplýsingum ár hvert. Nýleg gögn sem komu fram hjá hópi alþjóðlegra vísindamanna sýna að milli 60-70% stórlaxa, sem veiddir eru á vorin í strandnet í Finnmörku, eiga uppruna sinn í Rússlandi. Þetta er viðkvæmasti hluti laxastofna í Atlantshafinu og samt virðist ráðherrann Berg-Hansen virða þá staðreynd að vettugi. Samtökin um verndun laxastofna í Atlantshafi, NASF, eiga samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins og saman höfum við í næstum 20 ár hvatt Norðmenn ítrekað til að láta af þessum netaveiðum. Vísindaráð Noregs hefur einnig gefið út alvarlegar viðvaranir um skaðann sem þessar veiðar hafa í för með sér. Norskir stjórnmálamenn halda áfram að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þeir kvarta undan Færeyingum sem sýndu sóma sinn í að hætta veiðum á laxi af norskum uppruna fyrir meira en 20 árum. Vilji Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra að tillögur hennar um makrílveiðar séu teknar alvarlega ætti hún að taka til í eigin ranni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Norski sjávarútvegsráðherann, Lisbeth Berg-Hansen, skrifar (í Fréttablaðinu 29. febrúar 2012) langa grein um þörfina á sjálfbærni makrílveiða í Norður-Atlantshafi. Hún vitnar í meginreglur sjálfbærrar stjórnunar, enduruppbyggingu stofnsins, mikilvægi fyrir dreifbýli og strandsamfélög og skráningu á vísindalegum gögnum. Niðurstaða hennar er að sú stefna sem Íslendingar og Færeyingar hafa fylgt sé brot á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og standi í vegi fyrir því að unnt sé að koma á sjálfbærum fiskveiðum. En trúir hún í raun sjálf því sem hún skrifar? Annar mjög mikilvægur fiskstofn er á ferð um Norður-Atlantshafið og ferðast göngur hans um hafsvæði innan lögsögu Færeyja og Noregs á leið til heimkynna sinna í ám í Finnlandi og Rússlandi. Þetta er hinn villti Atlantshafslax. En þegar ráðherrann Lisbeth Berg-Hansen fjallar um laxveiðar, skeytir hún alls ekkert um vísindi, upplýsingar sem safnað hefur verið í langan tíma og nauðsyn þess að sinna skynsamlegri stjórn, sjálfbærni og alþjóðalögum. Skyndilega tekur hún að þylja margþvældar tuggur af allt öðrum toga og vill efla útgerð sem er fullkomlega ábyrgðarlaus þar sem laxastofnar eru í svo mikilli lægð. Fjandsamlegt viðhorf Norðmanna til laxastofna annarra ríkja er vel þekkt allt frá árinu 1994 og það hefur verið staðfest með sífellt meiri upplýsingum ár hvert. Nýleg gögn sem komu fram hjá hópi alþjóðlegra vísindamanna sýna að milli 60-70% stórlaxa, sem veiddir eru á vorin í strandnet í Finnmörku, eiga uppruna sinn í Rússlandi. Þetta er viðkvæmasti hluti laxastofna í Atlantshafinu og samt virðist ráðherrann Berg-Hansen virða þá staðreynd að vettugi. Samtökin um verndun laxastofna í Atlantshafi, NASF, eiga samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins og saman höfum við í næstum 20 ár hvatt Norðmenn ítrekað til að láta af þessum netaveiðum. Vísindaráð Noregs hefur einnig gefið út alvarlegar viðvaranir um skaðann sem þessar veiðar hafa í för með sér. Norskir stjórnmálamenn halda áfram að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þeir kvarta undan Færeyingum sem sýndu sóma sinn í að hætta veiðum á laxi af norskum uppruna fyrir meira en 20 árum. Vilji Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra að tillögur hennar um makrílveiðar séu teknar alvarlega ætti hún að taka til í eigin ranni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar