Sjálfbærni makrílveiða – af hverju ekki laxveiða? Orri Vigfússon skrifar 5. mars 2012 07:00 Norski sjávarútvegsráðherann, Lisbeth Berg-Hansen, skrifar (í Fréttablaðinu 29. febrúar 2012) langa grein um þörfina á sjálfbærni makrílveiða í Norður-Atlantshafi. Hún vitnar í meginreglur sjálfbærrar stjórnunar, enduruppbyggingu stofnsins, mikilvægi fyrir dreifbýli og strandsamfélög og skráningu á vísindalegum gögnum. Niðurstaða hennar er að sú stefna sem Íslendingar og Færeyingar hafa fylgt sé brot á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og standi í vegi fyrir því að unnt sé að koma á sjálfbærum fiskveiðum. En trúir hún í raun sjálf því sem hún skrifar? Annar mjög mikilvægur fiskstofn er á ferð um Norður-Atlantshafið og ferðast göngur hans um hafsvæði innan lögsögu Færeyja og Noregs á leið til heimkynna sinna í ám í Finnlandi og Rússlandi. Þetta er hinn villti Atlantshafslax. En þegar ráðherrann Lisbeth Berg-Hansen fjallar um laxveiðar, skeytir hún alls ekkert um vísindi, upplýsingar sem safnað hefur verið í langan tíma og nauðsyn þess að sinna skynsamlegri stjórn, sjálfbærni og alþjóðalögum. Skyndilega tekur hún að þylja margþvældar tuggur af allt öðrum toga og vill efla útgerð sem er fullkomlega ábyrgðarlaus þar sem laxastofnar eru í svo mikilli lægð. Fjandsamlegt viðhorf Norðmanna til laxastofna annarra ríkja er vel þekkt allt frá árinu 1994 og það hefur verið staðfest með sífellt meiri upplýsingum ár hvert. Nýleg gögn sem komu fram hjá hópi alþjóðlegra vísindamanna sýna að milli 60-70% stórlaxa, sem veiddir eru á vorin í strandnet í Finnmörku, eiga uppruna sinn í Rússlandi. Þetta er viðkvæmasti hluti laxastofna í Atlantshafinu og samt virðist ráðherrann Berg-Hansen virða þá staðreynd að vettugi. Samtökin um verndun laxastofna í Atlantshafi, NASF, eiga samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins og saman höfum við í næstum 20 ár hvatt Norðmenn ítrekað til að láta af þessum netaveiðum. Vísindaráð Noregs hefur einnig gefið út alvarlegar viðvaranir um skaðann sem þessar veiðar hafa í för með sér. Norskir stjórnmálamenn halda áfram að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þeir kvarta undan Færeyingum sem sýndu sóma sinn í að hætta veiðum á laxi af norskum uppruna fyrir meira en 20 árum. Vilji Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra að tillögur hennar um makrílveiðar séu teknar alvarlega ætti hún að taka til í eigin ranni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Norski sjávarútvegsráðherann, Lisbeth Berg-Hansen, skrifar (í Fréttablaðinu 29. febrúar 2012) langa grein um þörfina á sjálfbærni makrílveiða í Norður-Atlantshafi. Hún vitnar í meginreglur sjálfbærrar stjórnunar, enduruppbyggingu stofnsins, mikilvægi fyrir dreifbýli og strandsamfélög og skráningu á vísindalegum gögnum. Niðurstaða hennar er að sú stefna sem Íslendingar og Færeyingar hafa fylgt sé brot á hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og standi í vegi fyrir því að unnt sé að koma á sjálfbærum fiskveiðum. En trúir hún í raun sjálf því sem hún skrifar? Annar mjög mikilvægur fiskstofn er á ferð um Norður-Atlantshafið og ferðast göngur hans um hafsvæði innan lögsögu Færeyja og Noregs á leið til heimkynna sinna í ám í Finnlandi og Rússlandi. Þetta er hinn villti Atlantshafslax. En þegar ráðherrann Lisbeth Berg-Hansen fjallar um laxveiðar, skeytir hún alls ekkert um vísindi, upplýsingar sem safnað hefur verið í langan tíma og nauðsyn þess að sinna skynsamlegri stjórn, sjálfbærni og alþjóðalögum. Skyndilega tekur hún að þylja margþvældar tuggur af allt öðrum toga og vill efla útgerð sem er fullkomlega ábyrgðarlaus þar sem laxastofnar eru í svo mikilli lægð. Fjandsamlegt viðhorf Norðmanna til laxastofna annarra ríkja er vel þekkt allt frá árinu 1994 og það hefur verið staðfest með sífellt meiri upplýsingum ár hvert. Nýleg gögn sem komu fram hjá hópi alþjóðlegra vísindamanna sýna að milli 60-70% stórlaxa, sem veiddir eru á vorin í strandnet í Finnmörku, eiga uppruna sinn í Rússlandi. Þetta er viðkvæmasti hluti laxastofna í Atlantshafinu og samt virðist ráðherrann Berg-Hansen virða þá staðreynd að vettugi. Samtökin um verndun laxastofna í Atlantshafi, NASF, eiga samstarfsaðila beggja vegna Atlantshafsins og saman höfum við í næstum 20 ár hvatt Norðmenn ítrekað til að láta af þessum netaveiðum. Vísindaráð Noregs hefur einnig gefið út alvarlegar viðvaranir um skaðann sem þessar veiðar hafa í för með sér. Norskir stjórnmálamenn halda áfram að vitna í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þeir kvarta undan Færeyingum sem sýndu sóma sinn í að hætta veiðum á laxi af norskum uppruna fyrir meira en 20 árum. Vilji Berg-Hansen sjávarútvegsráðherra að tillögur hennar um makrílveiðar séu teknar alvarlega ætti hún að taka til í eigin ranni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar