Verndum þau Halldór Elías Guðmundsson skrifar 29. maí 2012 06:00 Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikilvægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Félagið fordæmir hvers kyns ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu og vill vera í fararbroddi þeirra sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Þannig gefum við öllu starfsfólki okkar og sjálfboðaliðum skýr skilaboð um að ofbeldi og vanræksla eru aldrei ásættanleg og gerum miklar kröfur um faglega hegðun þeirra sem koma fram í umboði félagsins. Þá leggjum við áherslu á að allir sem koma að starfi okkar geti lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart þeim börnum og unglingum sem taka þátt í starfi félagsins og sjálfboðaliðar og starfsfólk kunni að bregðast við ef slík mál koma upp. Á hverju ári hefur starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK samskipti við ríflega 6.000 börn og unglinga í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum, vikulegum æskulýðssamverum og á fermingarnámskeiðum. Til að sinna þessum fjölda barna og unglinga kallar KFUM og KFUK til leiks ríflega 150 sjálfboðaliða í vetrar- og sumarstarf og ræður auk þess til starfa rétt tæplega 100 sumarstarfsmenn. Allur þessi hópur sjálfboðaliða og sumarstarfsfólks tekur skyndihjálparnámskeið, lærir um uppeldiskenningar, samskipti og boðleiðir, lærir leiki og íþróttareglur. Síðast en ekki síst tekur allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK námskeiðið Verndum þau, sem fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið byggir á samnefndri bók eftir þær Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem báðar hafa sérhæft sig í barnaverndarmálum, en þær annast einnig kennslu námskeiðsins. Námskeiðið er haldið undir merkjum Æskulýðsvettvangsins í samvinnu við UMFÍ, Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við sem tökum þátt í að leiða starf KFUM og KFUK með börnum og unglingum erum þakklát fyrir fræðslu Ólafar og Þorbjargar og vonum að sú fræðsla sem þær veita okkur nýtist sem allra best í því þakkláta starfi sem við vinnum með börnum og unglingum á vettvangi frítímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikilvægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Félagið fordæmir hvers kyns ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu og vill vera í fararbroddi þeirra sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Þannig gefum við öllu starfsfólki okkar og sjálfboðaliðum skýr skilaboð um að ofbeldi og vanræksla eru aldrei ásættanleg og gerum miklar kröfur um faglega hegðun þeirra sem koma fram í umboði félagsins. Þá leggjum við áherslu á að allir sem koma að starfi okkar geti lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart þeim börnum og unglingum sem taka þátt í starfi félagsins og sjálfboðaliðar og starfsfólk kunni að bregðast við ef slík mál koma upp. Á hverju ári hefur starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK samskipti við ríflega 6.000 börn og unglinga í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum, vikulegum æskulýðssamverum og á fermingarnámskeiðum. Til að sinna þessum fjölda barna og unglinga kallar KFUM og KFUK til leiks ríflega 150 sjálfboðaliða í vetrar- og sumarstarf og ræður auk þess til starfa rétt tæplega 100 sumarstarfsmenn. Allur þessi hópur sjálfboðaliða og sumarstarfsfólks tekur skyndihjálparnámskeið, lærir um uppeldiskenningar, samskipti og boðleiðir, lærir leiki og íþróttareglur. Síðast en ekki síst tekur allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK námskeiðið Verndum þau, sem fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið byggir á samnefndri bók eftir þær Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem báðar hafa sérhæft sig í barnaverndarmálum, en þær annast einnig kennslu námskeiðsins. Námskeiðið er haldið undir merkjum Æskulýðsvettvangsins í samvinnu við UMFÍ, Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við sem tökum þátt í að leiða starf KFUM og KFUK með börnum og unglingum erum þakklát fyrir fræðslu Ólafar og Þorbjargar og vonum að sú fræðsla sem þær veita okkur nýtist sem allra best í því þakkláta starfi sem við vinnum með börnum og unglingum á vettvangi frítímans.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar