Verndum þau Halldór Elías Guðmundsson skrifar 29. maí 2012 06:00 Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikilvægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Félagið fordæmir hvers kyns ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu og vill vera í fararbroddi þeirra sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Þannig gefum við öllu starfsfólki okkar og sjálfboðaliðum skýr skilaboð um að ofbeldi og vanræksla eru aldrei ásættanleg og gerum miklar kröfur um faglega hegðun þeirra sem koma fram í umboði félagsins. Þá leggjum við áherslu á að allir sem koma að starfi okkar geti lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart þeim börnum og unglingum sem taka þátt í starfi félagsins og sjálfboðaliðar og starfsfólk kunni að bregðast við ef slík mál koma upp. Á hverju ári hefur starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK samskipti við ríflega 6.000 börn og unglinga í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum, vikulegum æskulýðssamverum og á fermingarnámskeiðum. Til að sinna þessum fjölda barna og unglinga kallar KFUM og KFUK til leiks ríflega 150 sjálfboðaliða í vetrar- og sumarstarf og ræður auk þess til starfa rétt tæplega 100 sumarstarfsmenn. Allur þessi hópur sjálfboðaliða og sumarstarfsfólks tekur skyndihjálparnámskeið, lærir um uppeldiskenningar, samskipti og boðleiðir, lærir leiki og íþróttareglur. Síðast en ekki síst tekur allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK námskeiðið Verndum þau, sem fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið byggir á samnefndri bók eftir þær Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem báðar hafa sérhæft sig í barnaverndarmálum, en þær annast einnig kennslu námskeiðsins. Námskeiðið er haldið undir merkjum Æskulýðsvettvangsins í samvinnu við UMFÍ, Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við sem tökum þátt í að leiða starf KFUM og KFUK með börnum og unglingum erum þakklát fyrir fræðslu Ólafar og Þorbjargar og vonum að sú fræðsla sem þær veita okkur nýtist sem allra best í því þakkláta starfi sem við vinnum með börnum og unglingum á vettvangi frítímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Flest börn búa við öruggt og friðsælt umhverfi heima, í skóla, leik og frístundastarfi. En því miður ekki öll. KFUM og KFUK á Íslandi er meðvitað um mikilvægi þess að öll þau sem starfa með börnum og unglingum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Félagið fordæmir hvers kyns ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu og vill vera í fararbroddi þeirra sem berjast gegn ofbeldi gagnvart börnum og unglingum. Þannig gefum við öllu starfsfólki okkar og sjálfboðaliðum skýr skilaboð um að ofbeldi og vanræksla eru aldrei ásættanleg og gerum miklar kröfur um faglega hegðun þeirra sem koma fram í umboði félagsins. Þá leggjum við áherslu á að allir sem koma að starfi okkar geti lesið í vísbendingar um vanrækslu eða ofbeldi gagnvart þeim börnum og unglingum sem taka þátt í starfi félagsins og sjálfboðaliðar og starfsfólk kunni að bregðast við ef slík mál koma upp. Á hverju ári hefur starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK samskipti við ríflega 6.000 börn og unglinga í sumarbúðum, á leikjanámskeiðum, vikulegum æskulýðssamverum og á fermingarnámskeiðum. Til að sinna þessum fjölda barna og unglinga kallar KFUM og KFUK til leiks ríflega 150 sjálfboðaliða í vetrar- og sumarstarf og ræður auk þess til starfa rétt tæplega 100 sumarstarfsmenn. Allur þessi hópur sjálfboðaliða og sumarstarfsfólks tekur skyndihjálparnámskeið, lærir um uppeldiskenningar, samskipti og boðleiðir, lærir leiki og íþróttareglur. Síðast en ekki síst tekur allt starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK námskeiðið Verndum þau, sem fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið byggir á samnefndri bók eftir þær Ólöfu Ástu Farestveit og Þorbjörgu Sveinsdóttur, sem báðar hafa sérhæft sig í barnaverndarmálum, en þær annast einnig kennslu námskeiðsins. Námskeiðið er haldið undir merkjum Æskulýðsvettvangsins í samvinnu við UMFÍ, Bandalag íslenskra skáta og Slysavarnarfélagið Landsbjörgu með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Við sem tökum þátt í að leiða starf KFUM og KFUK með börnum og unglingum erum þakklát fyrir fræðslu Ólafar og Þorbjargar og vonum að sú fræðsla sem þær veita okkur nýtist sem allra best í því þakkláta starfi sem við vinnum með börnum og unglingum á vettvangi frítímans.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun