Ósammála um vægi trúnaðarmannahóps 15. september 2012 05:00 Hópurinn samþykkti að fella út 60/40 regluna og 3% klípuna svokölluðu, en það eru veigamikil atriði í málinu. fréttablaðið/óskar Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í trúnaðarmannahópi fulltrúa stjórnmálaflokkanna um stjórn fiskveiða eru sammála um að formenn stjórnarflokkanna hafi skuldbundið sig til að leggja fram breytt frumvarp með þeim breytingum sem hópurinn yrði ásáttur um. Stjórnarþingmenn sjá málið í öðru ljósi. Landssamband íslenskra útgerðarmanna telur plaggið ekki skipta nokkru máli og heildarendurskoðun á öllu málinu þurfi að eiga sér stað. Það eigi bæði við um nýsett lög um veiðigjöld og frumvarpið sem nú er til umfjöllunar og verður lagt fyrir þingið á næstu vikum. Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, segir fyrirliggjandi yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, um að þau atriði sem hópurinn næði samkomulagi um yrðu lögð til grundvallar vinnu ríkisstjórnarinnar við frumvarp um stjórn fiskveiða. „Við náðum saman um mörg stór veigamikil atriði sem þar með hlýtur að sjá stað í frumvarpinu sem lagt verður fram á haustþingi. Um önnur atriði, sem við náðum ekki saman um, hefur ríkisstjórnin óbundnar hendur. Yfirlýsing stjórnarforystunnar frá því í vor var eins skýr og hún gat verið.“ Einar telur ljóst að hópurinn hefði aldrei sest niður ef þetta atriði hefði ekki legið fyrir; að vinnan hefði vigt. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknar í hópnum, segist hafa nákvæmlega sama skilning og Einar á meðferð niðurstaðna trúnaðarmannahópsins. „Við munum túlka það sem fullkomin svik ef þetta stendur ekki. Ég trúi því ekki að oddvitar ætli ekki að standa við það sem þeir skrifuðu upp á.“ Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Smuguna í gær að engin skuldbinding fælist í niðurstöðum hópsins. Ráðherra væri frjálst að fara með tillögurnar eins og honum þætti rétt. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram bókun á fundi atvinnuveganefndar þar sem tildrög hópsins, vinnuaðferðir og efnisatriði voru gagnrýnd. Í bókun Ólínu segir að fjórmenningarnir hafi ekki hlotið umboð atvinnuveganefndar eða þingflokka stjórnarflokkanna til sinna starfa. „Hópurinn er sjálfskipaður hluti nefndarmanna í atvinnuveganefnd sem fengið hefur samþykki forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að leita niðurstöðu sín á milli um fiskveiðistjórnunarfrumvarp atvinnuvegaráðherra sem sátt geti náðst um,“ bókaði Ólína. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í trúnaðarmannahópi fulltrúa stjórnmálaflokkanna um stjórn fiskveiða eru sammála um að formenn stjórnarflokkanna hafi skuldbundið sig til að leggja fram breytt frumvarp með þeim breytingum sem hópurinn yrði ásáttur um. Stjórnarþingmenn sjá málið í öðru ljósi. Landssamband íslenskra útgerðarmanna telur plaggið ekki skipta nokkru máli og heildarendurskoðun á öllu málinu þurfi að eiga sér stað. Það eigi bæði við um nýsett lög um veiðigjöld og frumvarpið sem nú er til umfjöllunar og verður lagt fyrir þingið á næstu vikum. Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, segir fyrirliggjandi yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, um að þau atriði sem hópurinn næði samkomulagi um yrðu lögð til grundvallar vinnu ríkisstjórnarinnar við frumvarp um stjórn fiskveiða. „Við náðum saman um mörg stór veigamikil atriði sem þar með hlýtur að sjá stað í frumvarpinu sem lagt verður fram á haustþingi. Um önnur atriði, sem við náðum ekki saman um, hefur ríkisstjórnin óbundnar hendur. Yfirlýsing stjórnarforystunnar frá því í vor var eins skýr og hún gat verið.“ Einar telur ljóst að hópurinn hefði aldrei sest niður ef þetta atriði hefði ekki legið fyrir; að vinnan hefði vigt. Sigurður Ingi Jóhannsson, fulltrúi Framsóknar í hópnum, segist hafa nákvæmlega sama skilning og Einar á meðferð niðurstaðna trúnaðarmannahópsins. „Við munum túlka það sem fullkomin svik ef þetta stendur ekki. Ég trúi því ekki að oddvitar ætli ekki að standa við það sem þeir skrifuðu upp á.“ Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Smuguna í gær að engin skuldbinding fælist í niðurstöðum hópsins. Ráðherra væri frjálst að fara með tillögurnar eins og honum þætti rétt. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, lagði fram bókun á fundi atvinnuveganefndar þar sem tildrög hópsins, vinnuaðferðir og efnisatriði voru gagnrýnd. Í bókun Ólínu segir að fjórmenningarnir hafi ekki hlotið umboð atvinnuveganefndar eða þingflokka stjórnarflokkanna til sinna starfa. „Hópurinn er sjálfskipaður hluti nefndarmanna í atvinnuveganefnd sem fengið hefur samþykki forystumanna ríkisstjórnarinnar til þess að leita niðurstöðu sín á milli um fiskveiðistjórnunarfrumvarp atvinnuvegaráðherra sem sátt geti náðst um,“ bókaði Ólína. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent