Erlent

Þrír hafa farist í skógareldum í Katalóníu á Spáni

Þrír hafa farist, 19 slasast og um 135.000 manns hefur verið skipað að halda sig innandyra vegna mikilla skógarelda sem hafa geisað í Katalóníu á Spáni um helgina.

Mikið rok á svæðinu hefur valdið því að slökkvistarf gengur mjög illa og eru eldarnir orðnir stjórnlausir. Talið er að um 13 þúsunund hektarar af skóglendi hafi eyðilagst í eldunum.

Þá hafa skógareldarnir valdið miklum truflunum á umferð um svæðið en um það fer fjöldi ferðamanna akandi frá Frakklandi á hverju sumri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×