Ískyggilegt svar Sverrir Björnsson skrifar 23. júlí 2012 06:00 Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta borgaryfirvalda við opna umræðu um skipulagið. Ég er sammála Hjálmari að það gangi ekki að umræðan byggist á rangfærslum, því langar mig að leiðrétta fjölmargar vitleysur í málflutningi hans. Áður vil ég þó nefna eitt atriði úr grein Hjálmars sem mér fannst ískyggilegt. Í lok greinar sinnar gefur hann í skyn að allir sem mótmæla áformum borgarstjórnar með undirskrift sinni á ekkihotel.is séu afvegaleiddir. ?Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris.? Það er ekki boðlegt að borgarstarfsmaður afgreiði málflutning andstæðinga skipulagshugmynda á þennan hátt og geri lítið úr þúsundum manna sem setja kröfur sínar fram á lýðræðislegan hátt. Þá að upptalningu í svari Hjálmars þar sem hann er á villigötum í öllum fimm liðunum. 1. Það er rangt hjá Hjálmari að sólarsýn á Austurvelli minnki ekki. Hann sleppir því að taka nýbyggingarnar sitthvoru megin við Landsímahúsið með í reikninginn en báðar standa þær í vegi fyrir eftirmiðdagssólinni. Viðbótarhæðin ofan á Landsímahúsinu mun einnig varpa skugga á Austurvöll þó hún sé með hallandi mansardþak. 2. Þriggja hæða hús við hlið lágreistra húsa í þröngum götum eru há hús í hlutfalli við umhverfið. Steypta húsið sem stendur austan Aðalstrætis er 5 hæðir. Því er rétt að tala um að há stórhýsi þrengi að elsta húsi Reykjavíkur. 3. Allir sem hafa gengið Vallarstræti frá Austurvelli hafa upplifað að það er þröngt og skuggalegt sund. Ekki batnar það við að lengja sundið milli enn hærri húsa og þéttari en er að finna í Grjótaþorpinu sem Hjálmar vitnar til sem fyrirmyndar. Fólk er ekki fífl og þó sundið sé kallað gata sér fólk þetta sjálft með því að labba sundið. 4. Ég hef persónulega tekið þátt í umræðum við borgarstjórnarfólk um að það þyrfti að takmarka umferð almennings um Kirkjustræti vegna fyrirhugaðs hótels í Landsímahúsinu. Það er ekki hluti af tillögunum núna en umferðarvandamálið er augljóst þegar hótelið er teygt alveg fram á Kirkjustrætið. 5. Torg afmarkast af húsunum sem umlykja þau. Ingólfstorg og möguleikar til útivistar þar munu minnka við fyrirhugaða nýbyggingu á torginu. Þó að ís- og samlokuhúsin séu fjarlægð og bílastæði lögð niður. Af þessari upptalningu sést að svör varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkur eru villandi, sem er dapurlegt fyrir skynsamlega umræðu um skipulagsmál. Látum ekki hvassyrta embættismenn fæla okkur frá umræðum, tökum þátt, hvert á sinn hátt, með sínum stíl og sínu orðfæri. Lýðræðið eflist þegar við segjum hug okkar. Mótmælum illa hönnuðu skipulagi og skrifum strax í dag undir á: ekkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hjálmar Sveinsson er nú meiri Jókerinn. Hann vill að umræðunni um Ingólfstorg sé lyft á hærra plan en hellir sjálfur meiri steypu inn í umræðuna en hann ætlar að setja á sjálft torgið. Svar varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkurborgar við grein minni um ljós og skugga í nýju skipulagi Austurvallar og Ingólfstorgs var kraftmikið og snarpt en var því miður gegnsýrt af ótta borgaryfirvalda við opna umræðu um skipulagið. Ég er sammála Hjálmari að það gangi ekki að umræðan byggist á rangfærslum, því langar mig að leiðrétta fjölmargar vitleysur í málflutningi hans. Áður vil ég þó nefna eitt atriði úr grein Hjálmars sem mér fannst ískyggilegt. Í lok greinar sinnar gefur hann í skyn að allir sem mótmæla áformum borgarstjórnar með undirskrift sinni á ekkihotel.is séu afvegaleiddir. ?Sé farið þangað inn kemur í ljós að þar hefur tekist að fá yfir 10.000 manns til að skrifa undir svipaðar rangfærslur og eru í grein Sverris.? Það er ekki boðlegt að borgarstarfsmaður afgreiði málflutning andstæðinga skipulagshugmynda á þennan hátt og geri lítið úr þúsundum manna sem setja kröfur sínar fram á lýðræðislegan hátt. Þá að upptalningu í svari Hjálmars þar sem hann er á villigötum í öllum fimm liðunum. 1. Það er rangt hjá Hjálmari að sólarsýn á Austurvelli minnki ekki. Hann sleppir því að taka nýbyggingarnar sitthvoru megin við Landsímahúsið með í reikninginn en báðar standa þær í vegi fyrir eftirmiðdagssólinni. Viðbótarhæðin ofan á Landsímahúsinu mun einnig varpa skugga á Austurvöll þó hún sé með hallandi mansardþak. 2. Þriggja hæða hús við hlið lágreistra húsa í þröngum götum eru há hús í hlutfalli við umhverfið. Steypta húsið sem stendur austan Aðalstrætis er 5 hæðir. Því er rétt að tala um að há stórhýsi þrengi að elsta húsi Reykjavíkur. 3. Allir sem hafa gengið Vallarstræti frá Austurvelli hafa upplifað að það er þröngt og skuggalegt sund. Ekki batnar það við að lengja sundið milli enn hærri húsa og þéttari en er að finna í Grjótaþorpinu sem Hjálmar vitnar til sem fyrirmyndar. Fólk er ekki fífl og þó sundið sé kallað gata sér fólk þetta sjálft með því að labba sundið. 4. Ég hef persónulega tekið þátt í umræðum við borgarstjórnarfólk um að það þyrfti að takmarka umferð almennings um Kirkjustræti vegna fyrirhugaðs hótels í Landsímahúsinu. Það er ekki hluti af tillögunum núna en umferðarvandamálið er augljóst þegar hótelið er teygt alveg fram á Kirkjustrætið. 5. Torg afmarkast af húsunum sem umlykja þau. Ingólfstorg og möguleikar til útivistar þar munu minnka við fyrirhugaða nýbyggingu á torginu. Þó að ís- og samlokuhúsin séu fjarlægð og bílastæði lögð niður. Af þessari upptalningu sést að svör varaformanns Skipulagsráðs Reykjavíkur eru villandi, sem er dapurlegt fyrir skynsamlega umræðu um skipulagsmál. Látum ekki hvassyrta embættismenn fæla okkur frá umræðum, tökum þátt, hvert á sinn hátt, með sínum stíl og sínu orðfæri. Lýðræðið eflist þegar við segjum hug okkar. Mótmælum illa hönnuðu skipulagi og skrifum strax í dag undir á: ekkihotel.is.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun