Erlent

Myndu ekki nota efnavopn gegn eigin fólki

BBI skrifar
Mynd/AFP
Stjórnin í Sýrlandi myndi aldrei nota efnavopn gegn eigin borgurum en myndi líklega gera það gegn utanaðkomandi árás. Þetta segja stjórnvöld þar í landi.

Ástandið í Sýrlandi er á suðupunkti eftir sprengjuárás í Damaskus á miðvikudaginn í síðustu viku þar sem fjórir hátt settir embættismenn létu lífið, þar á meðal varnarmálaráðherra landsins og mág forsetans Bashar al-Assad.

Í samtali við fréttamenn BBC segja uppreisnarmenn tilræðin í síðustu viku hafa blásið þeim baráttuanda í brjóst.

Arababandalagið hefur kallað eftir afsögn Assad og boðið honum skjól í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×