Erlent

Óperusöngvari með hakakross á brjóstinu hættir við Wagner

Rússneski óperusöngvarinn Evgeny Nikitin hefur afboðað þátttöku sina á hinni árlegu Wagner hátíð í Bayreuth. Nikitin átti að syngja hlutverk Hollendingsins fljúgandi í einni af þekktari óperum Wagners.

Ástæðan fyrir afboðuninni er að í ljós er komið að Nikitin er með hakakrossinn tattóverðann á brjóstkassa sinn. Þetta féll aðstandendum hátíðarinnar alls ekki í geð.

Nikitin segir að hann hafi látið tattúvera hakakrossinn á brjóstkassa sinn í ölæði sem unglingur. Síðan hafi hann þurft að fara í gegnum töluverðar þjáningar við að setja á sig önnur tattú til að hylja krossinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×