Vill að bankar hefji endurútreikning gengislána Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 19. október 2012 19:03 Helgi Hjörvar Helgi Hjörvar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar segir bönkunum ekkert að vanbúnaði að hefja sem fyrst endurútreikning gengislána í samræmi við dóm Hæstaréttar í gær. Sérfræðingur sem reiknaði lánið upp á nýtt fyrir Borgarbyggð hvetur almenning til þess að bregðast við ef bankarnir viðurkenna ekki fordæmisgildi dómsins. Hæstiréttur dæmdi í gær í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka að óheimilt væri að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengislánum, ef fullnaðarkvittanir lægju fyrir. Aðilar málsins voru kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag þar sem farið var yfir dóminn og afleiðingar hans. Formaður nefndarinnar segir að dómurinn hafi skýrt mörg álitamál sem talið hafði verið að reka þyrfti mörg flókin prófmál til að komast að niðurstöðu um. „Þar með er auðvitað grríðarlega skýrt til hverra dómurinn nær og hvernig eigi að reikna út úr þessu," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Helgi segir niðurstöðuna því skýra: „Ég tel að bönkunum sé ekkert að vanbúnaði að hefja endurútreikninga strax. Fyrir þá sem það nær til." Helgi segir að það geti verið áhöld um skemmri samninga en von sé á dómum um slík mál fyrir jól. „Ég held að bankarnir gerðu best í því að endurreikna líka skemmri lánin og vera einfaldlega tilbúin með endurútrekinga á því ef það verður staðfest að tímalengdin ráði ekki örlögum í þessu máli." Í tilkynningum frá Arion banka og Landsbanka sem bárust í dag segir að enn séu nokkur álitaefni sem þurfi að útkljá áður en endurútreikningur geti hafist. Þessu er Guðmundur Ingi Hauksson hjá Veritas ráðgjöf ekki sammála en hann er maðurinn sem reiknaði lánið upp á nýtt fyrir Borgarbyggð og Hæstiréttur dæmdi þeirri leið í vil í gær. Guðmundur er sammála Helga í því að dómurinn í gær eyði flestum óvissuatriðum og að bankarnir geti þegar hafið endurútreikning. „Núna liggur bara fyrir að hefja þann endurútreikning að nýju, með Veritas leiðinni," segir Guðmundur. Hann hvetur almenning til þess að bregðast við ef bankarnir ætli ekki að viðurkenna fordæmisgildi dómsins. „Þá held ég að það sé augljóst að almenningur verði að taka sig saman við að þrýsta á bankanna og stefna þeim. Það mun koma efnahagslífinu aftur af stað í stað þess að fresta málinu í tvö ár í viðbót." Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Helgi Hjörvar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar segir bönkunum ekkert að vanbúnaði að hefja sem fyrst endurútreikning gengislána í samræmi við dóm Hæstaréttar í gær. Sérfræðingur sem reiknaði lánið upp á nýtt fyrir Borgarbyggð hvetur almenning til þess að bregðast við ef bankarnir viðurkenna ekki fordæmisgildi dómsins. Hæstiréttur dæmdi í gær í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka að óheimilt væri að reikna vexti afturvirkt af ólöglegum gengislánum, ef fullnaðarkvittanir lægju fyrir. Aðilar málsins voru kallaðir á fund efnahags- og viðskiptanefndar í dag þar sem farið var yfir dóminn og afleiðingar hans. Formaður nefndarinnar segir að dómurinn hafi skýrt mörg álitamál sem talið hafði verið að reka þyrfti mörg flókin prófmál til að komast að niðurstöðu um. „Þar með er auðvitað grríðarlega skýrt til hverra dómurinn nær og hvernig eigi að reikna út úr þessu," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Helgi segir niðurstöðuna því skýra: „Ég tel að bönkunum sé ekkert að vanbúnaði að hefja endurútreikninga strax. Fyrir þá sem það nær til." Helgi segir að það geti verið áhöld um skemmri samninga en von sé á dómum um slík mál fyrir jól. „Ég held að bankarnir gerðu best í því að endurreikna líka skemmri lánin og vera einfaldlega tilbúin með endurútrekinga á því ef það verður staðfest að tímalengdin ráði ekki örlögum í þessu máli." Í tilkynningum frá Arion banka og Landsbanka sem bárust í dag segir að enn séu nokkur álitaefni sem þurfi að útkljá áður en endurútreikningur geti hafist. Þessu er Guðmundur Ingi Hauksson hjá Veritas ráðgjöf ekki sammála en hann er maðurinn sem reiknaði lánið upp á nýtt fyrir Borgarbyggð og Hæstiréttur dæmdi þeirri leið í vil í gær. Guðmundur er sammála Helga í því að dómurinn í gær eyði flestum óvissuatriðum og að bankarnir geti þegar hafið endurútreikning. „Núna liggur bara fyrir að hefja þann endurútreikning að nýju, með Veritas leiðinni," segir Guðmundur. Hann hvetur almenning til þess að bregðast við ef bankarnir ætli ekki að viðurkenna fordæmisgildi dómsins. „Þá held ég að það sé augljóst að almenningur verði að taka sig saman við að þrýsta á bankanna og stefna þeim. Það mun koma efnahagslífinu aftur af stað í stað þess að fresta málinu í tvö ár í viðbót."
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira