Grísku stjórnarflokkarnir ósammála um aðgerðir 6. febrúar 2012 03:30 Poul Thomsen frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Matthias Mors frá framkvæmdastjórn ESB og Klaus Masuch frá Seðlabanka ESB ganga af fundi með Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, í gær.Fréttablaðið/AP Þrátt fyrir að vera í kapphlaupi við tímann hafa grísku stjórnarflokkarnir ekki getað komið sér saman um viðbrögð við kröfum frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um enn harðari aðhaldsaðgerðir. Gríska stjórnin verður að fallast á þessar aðgerðir, eða sýna með öðrum hætti hvernig hún ætlar sér að draga meira saman í ríkisfjármálum, ætli hún sér að fá frekari fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS upp á 130 milljarða evra. Næstu stóru gjalddagar ríkisskuldanna verða í mars. Fái Grikkir ekki peningana frá ESB og AGS geta þeir ekki greitt af skuldunum, og þar með verður gríska ríkið komið í greiðsluþrot. Grísk stjórnvöld hafa undanfarna viku átt í ströngum viðræðum, ekki bara við fulltrúa AGS og ESB, heldur einnig við fulltrúa lánardrottna sinna. Lúkas Papademos forsætisráðherra hefur auk þess staðið í ströngu við að fá stjórnarflokkana til að koma sér saman um aðgerðir, en íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði hefur þverneitað að fallast á kröfur um enn frekar launalækkanir hjá ríkisstarfsmönnum og fleiri uppsagnir í opinbera geiranum. Mikil andstaða hefur verið, jafnt meðal þingmanna sem alls almennings, við kröfurnar frá ESB og AGS. Samdráttur hefur verið í grísku efnahagslífi fimm ár í röð. Nærri tvö ár eru síðan gríska ríkið byrjaði að draga saman seglin með ströngum aðhaldsaðgerðum, sem bitnað hafa illa á öllum almenningi. Þær aðgerðir hafa ekki dugað til að koma ríkisfjármálum á réttan kjöl. Atvinnuleysið er nærri 20 prósent og flest heimili eiga í miklum erfiðleikum með að ná endum saman. Þolinmæði Evrópusambandsins virðist hins vegar vera á þrotum. Þjóðverjar beita grísk stjórnvöld hörðum þrýstingi og nú um helgina vildi Claude Juncker, leiðtogi ríkjahóps evrusvæðisins, ekki lengur útiloka þann möguleika að Grikkland verði hreinlega gjaldþrota. Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsmanna, sagði í gær að lánardrottnar Grikklands séu að „biðja um meiri kreppu, sem landið getur ekki þolað. Ég er að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þessu“. Georg Papandreú, leiðtogi sósíalista, er sömuleiðis andvígur sumum af þeim kröfum, sem Grikkjum er gert að uppfylla. Hann er á móti því að laun verði lækkuð og vill að ríkið taki að sér rekstur bankanna, að minnsta kosti tímabundið. Viðræðum verður haldið áfram á morgun í von um að takast megi að koma saman einhvers konar málamiðlun á síðustu stundu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Þrátt fyrir að vera í kapphlaupi við tímann hafa grísku stjórnarflokkarnir ekki getað komið sér saman um viðbrögð við kröfum frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um enn harðari aðhaldsaðgerðir. Gríska stjórnin verður að fallast á þessar aðgerðir, eða sýna með öðrum hætti hvernig hún ætlar sér að draga meira saman í ríkisfjármálum, ætli hún sér að fá frekari fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS upp á 130 milljarða evra. Næstu stóru gjalddagar ríkisskuldanna verða í mars. Fái Grikkir ekki peningana frá ESB og AGS geta þeir ekki greitt af skuldunum, og þar með verður gríska ríkið komið í greiðsluþrot. Grísk stjórnvöld hafa undanfarna viku átt í ströngum viðræðum, ekki bara við fulltrúa AGS og ESB, heldur einnig við fulltrúa lánardrottna sinna. Lúkas Papademos forsætisráðherra hefur auk þess staðið í ströngu við að fá stjórnarflokkana til að koma sér saman um aðgerðir, en íhaldsflokkurinn Nýtt lýðræði hefur þverneitað að fallast á kröfur um enn frekar launalækkanir hjá ríkisstarfsmönnum og fleiri uppsagnir í opinbera geiranum. Mikil andstaða hefur verið, jafnt meðal þingmanna sem alls almennings, við kröfurnar frá ESB og AGS. Samdráttur hefur verið í grísku efnahagslífi fimm ár í röð. Nærri tvö ár eru síðan gríska ríkið byrjaði að draga saman seglin með ströngum aðhaldsaðgerðum, sem bitnað hafa illa á öllum almenningi. Þær aðgerðir hafa ekki dugað til að koma ríkisfjármálum á réttan kjöl. Atvinnuleysið er nærri 20 prósent og flest heimili eiga í miklum erfiðleikum með að ná endum saman. Þolinmæði Evrópusambandsins virðist hins vegar vera á þrotum. Þjóðverjar beita grísk stjórnvöld hörðum þrýstingi og nú um helgina vildi Claude Juncker, leiðtogi ríkjahóps evrusvæðisins, ekki lengur útiloka þann möguleika að Grikkland verði hreinlega gjaldþrota. Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsmanna, sagði í gær að lánardrottnar Grikklands séu að „biðja um meiri kreppu, sem landið getur ekki þolað. Ég er að berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þessu“. Georg Papandreú, leiðtogi sósíalista, er sömuleiðis andvígur sumum af þeim kröfum, sem Grikkjum er gert að uppfylla. Hann er á móti því að laun verði lækkuð og vill að ríkið taki að sér rekstur bankanna, að minnsta kosti tímabundið. Viðræðum verður haldið áfram á morgun í von um að takast megi að koma saman einhvers konar málamiðlun á síðustu stundu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira