Stjórnvöld biðjist afsökunar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 12:57 Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar