Stjórnvöld biðjist afsökunar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 12:57 Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar