Stjórnvöld biðjist afsökunar Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 12:57 Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það verður að teljast sigur þegar umboðsmaður skuldara tók málstað lánþega í útvarpsþætti á dögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt einhvern sem ekki hefur reynt skuldavanda á sjálfum sér taka málstað skuldara gegn kröfuhöfunum og fjármálakerfinu. Mér hefur fundist ég, sem opinber talsmaður skuldara, vera eins og hrópandi rödd í eyðimörkinni þar sem ég hef verið að reyna að opna augu fólks fyrir meðferð kröfuhafa á íslenskum fjölskyldum. Flestir svokallaðir skuldarar velja að þegja og segja ekki frá. Þeir skammast sín fyrir þá stöðu sem þeir eru komnir í. Ég ákvað að berjast opinberlega og leggja sjálfa mig að veði, vopnuð stílvopni. Það er nefnilega litið niður á skuldara. Fæstir vilja gangast við því að vera komnir í stöðu skuldara því fáir taka málstað þeirra. Kröfuhafar njóta nefnilega virðingar en það gera lánþegar í skuldavanda ekki.Stjórnvöld gerðu mistök Eftir allan þennan tíma opnuðust loksins augu annarrra, en þeirra sem í hafa lent, fyrir því að kröfuhafar eru að fara djöfullega með íslenskar fjölskyldur. Sérstaklega þær sem hafa verið svo óheppnar að vera með lánin sín hjá SPRON og Frjálsa fjárfestingarbankanum. Sjálf hef ég lýst því hvernig Arionbanki og skilanefndin reyndu að ná af mér heimilinu vegna 240.000 króna sem ég hélt að ég væri að semja um. Það er ekkert einsdæmi. Samningsvilji kröfuhafanna er enginn eins og fram kemur í viðtalinu við umboðsmanninn. Allt snýst um að hámarka endurheimtur á kröfum. Fjármálaeftirlitið gerði mistök. Stjórnvöld gerðu mistök. Heimilin gjalda, fjárhagslega og félagslega.Stjórnvöld biðjist afsökunar Þegar þetta er komið fram tel ég að stjórnvöld ættu að biðja fjölskyldur sem hafa lent í þessu glæpsamlega óréttlæti og hremmingum afsökunar opinberlega. Þau eiga að biðjast afsökunar á að hafa falið kröfuhöfunum að leysa skuldavanda lánþeganna. Það hafa margar fjölskyldur sannarlega þurft að líða fyrir þann gjörning. Þarna eru svo augljósir hagsmunaárekstrar að ekki verður lengur við unað. Sumar fjölskyldur hafa leystst upp og aðrar misst heimili sín. Margar flúið land. Flestar þessar fjölskyldur eiga skilið afsökunarbeiðni stjórnvalda og virðingu. Um 60.000 fjölskyldur eru í skuldavanda og þeim á eftir að fjölga ört við núverandi aðstæður.Stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða Að sjálfsögðu hljóta stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að stoppa ofbeldi kröfuhafa gagnvart íslenskum fjölskyldum og heimilum. Þau hljóta að fara að standa með fólkinu í landinu gegn miskunnarlausum kröfuhöfunum sem svífast einskis og kæra sig kollótta þótt heimili og fjölskyldur leysist upp og samborgarar þeirra lendi á götunni. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ennþá gripið til hafa allar verið á forsendum kröfuhafanna. Það er enginn opinber aðili að gæta hagsmuna heimilanna, fjölskylda í klóm kröfuhafa með heimilin að veði. Það er enginn að verja íslenskar fjölskyldur og heimili fyrir kröfuhöfunum nema þær sjálfar. Stjórnvöld verða að opna augun, grípa til aðgerða og snúa þessari óheillaþróun við. NÚNA. STRAX. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar