Sport

Chambers keppir á Ólympíuleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spretthlauparinn Dwain Chambers mun keppa fyrir hönd Breta á Ólympíuleikunum í Lundúnum en keppnislið Breta í frjálsíþróttum var tilkynnt í dag.

Chambers var dæmdur í tveggja ára bann fyrir notkun á ólöglegum lyfjum árið 2003 og samkvæmt reglum breska ólympíusambandsins var hann þá dæmdur í ævilangt bann.

Alþjóðaólympíusambandið dæmdi hann hins vegar í aðeins tveggja ára bann eins og venja er við fyrsta brot. Chambers fór með mál sitt fyrir íþróttadómstólinn í Frakklandi sem dæmdi honum í hag og neyddi Breta til að aflétta lífstíðarbanninu.

Chambers er 34 ára gamall og verður einn þriggja Breta sem keppa í 100 m hlaupi karla. Hann á best 10,28 sekúndur og er ekki búist við því að hann muni blanda sér í baráttu um verðlaun í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×