Hvað er „Liberal Democrats“ og hvað mundi það þýða fyrir íslenskt samfélag Guðmundur G. Kristinsson skrifar 4. febrúar 2012 06:00 Ég heyrði talað um „Liberal Democrats“ og velti fyrir mér hvað þetta væri á íslensku. „Lýðfrelsi“ er líklega það sem þetta þýðir og þá snýst þetta líklega um frelsi lýðsins eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Undanfarin ár hefur fólk fengið sig fullsatt af íslenskum stjórnmálum og því gegndarlausa hagsmunapoti sem viðgengist hefur í áratugi. Þjóðfélagið er gegnsýrt af klíkuhópum með hagsmunagæslu fyrir sig og sitt umhverfi og þar má nefna stjórnmálaflokka, fjárfesta, fjármagnseigendur, atvinnulífið, verkalýðsumhverfið, lífeyrissjóðina, trúfélög og fleiri. Þeir sem ekki eru innmúraðir í þessa hópa í gegnum fjölskyldu- eða vinatengsl, fá lítið að segja og almenningur hefur þarna nánast engin lýðræðisleg áhrif. Embætti, störf og áhrif erfast á milli kynslóða og síðan vinna þessir klíkuhópar leynt og ljóst að því að tryggja hagsmuni fyrir hver annan. Hversu oft sér maður ekki útbrunna stjórnmálamenn fá embætti í opinberu umhverfi eða forstjórastarf í ríkisfyrirtæki. Er hægt að breyta ástandinu og auka sín áhrif á þróun samfélagsins? Þá þarf að taka virkan þátt í þjóðmálum og gæta vel að sínum hagsmunum gagnvart ofríki stjórnvalda. Í dag er ekkert stjórnmálaafl á Íslandi sem er fulltrúi þeirrar hugmyndafræði sem kallast „Liberial Democrats“ og margir borgaralegir stjórnmálaflokkar í Evrópu aðhyllast. Það er þörf á slíku stjórnmálaafli til að koma í veg fyrir áframhaldandi misnotkun klíkuhópa á félagslegum réttindum almennings. Íslendingar hurfu árið 1262 frá stjórnarformi höfðingjaveldis yfir í einræði erlendra konunga, en þjóðfélagslega réðu bændahöfðingjar áfram ríkjum og var almenningur; búðsetumenn, þurrabúðarbændur og hjáleigubændur, því ofurseldur forræði þeirra allt fram á 20. öld. Í byrjun 20. aldar tók útgerðaraðallinn við forræðishlutverkinu, en missti það tímabundið til auðmanna í byrjun þessarar aldar. Þetta sjálfskipaða höfðingjaveldi sérhagsmunahópa, sem þróast hefur í íslensku samfélagi, verður í raunverulegu lýðræðis- og lýðfrelsislandi að víkja fyrir frelsi og hagsmunum almennings. Íslendingar þurfa lýðveldi að evrópskri fyrirmynd þar sem skilið er á milli framkvæmdarvalds, dómsvalds og löggjafar- og fjárveitingavalds. Fara þarf að fordæmi margra lýðvelda í Evrópu – s.s. Finnlands – um kerfi „eftirlits, aðhalds og jafnvægis“. Kjósa forseta í beinni kosningu sem færi með framkvæmdarvaldið og skipaði forsætisráðherra og aðra ráðherra sem ættu ekki sæti á Alþingi. Alþingi færi með löggjafar- og fjárveitingavaldið, skipaði dómara og færi með eftirlit með framkvæmdarvaldinu í formi öflugra þing- og rannsóknarnefnda. Hlutverk framkvæmdarvaldsins yrði þá að framkvæma vilja þingsins, sem birtist í formi laga og þar á meðal fjárlaga. Alþingi mundi skammta framkvæmdarvaldinu fé og forseti og ríkisstjórn þyrftu að tryggja fjármagn þaðan fyrir sín verkefni. Alþingi hefði þannig raunverulegt eftirlit með fjárútlátum framkvæmdarvaldsins. Það er ástæðulaust að blása til Stjórnlagaþings og setja nýja stjórnarskrá ef löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið geta virt ákvæði stjórnarskrárinnar að vettugi. Ef setja á nýja stjórnarskrá, þá þarf einnig að setja á fót Stjórnlagadómstól t.d. að þýskri fyrirmynd, þannig að einstaklingar, félög og fyrirtæki geti kært löggjafar- og framkvæmdarvaldið til slíks dómstóls telji þeir á sér og stjórnarskránni brotið. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að með núgildandi fiskveiðilögum sé íslenska ríkið að brjóta mannréttindi á almenningi, sem hefur engin úrræði til að stöðva framkvæmdarvaldið í þessum brotum. Hér þarf úrræði og Stjórnlagadómstóll er slíkt úrræði. Hann getur fellt úr gildi lög sem brjóta gegn stjórnarskránni og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur undirgengist. Stjórnlagadómstóll er eins og eitur í beinum íslensku stjórnmálaflokkanna og eiginhagsmunaaðilar vilja hafa sjálfdæmi um hvernig túlka beri stjórnarskrána og hvort samningur eins og EES-samningurinn standist stjórnarskrána eða ekki. Þeir vilja ekki dómstól sem getur stöðvað hagsmunagæslu þeirra og þess vegna hafa þingmenn okkar sjaldan eða aldrei minnst á að setja hér á fót Stjórnlagadómstól, því hann gæti stöðvað Alþingi og stjórnsýsluna þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra klíku hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Fólk þarf bara að spyrja sig hvort gömlu stjórnmálaflokkarnir, þreyttir og ráðalausir stjórnmálamenn á flótta í nýja stjórnmálaflokka eða skemmtikraftar á egósiglingu, sé leiðin til betra lýðræðis. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats“ eða lýðfrelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heyrði talað um „Liberal Democrats“ og velti fyrir mér hvað þetta væri á íslensku. „Lýðfrelsi“ er líklega það sem þetta þýðir og þá snýst þetta líklega um frelsi lýðsins eða þáttökurétt almennings í samfélaginu til að hafa frelsi til ákvarðana, frelsi til tjáningar, frelsi til skoðana og sjálfstjórnar í eigin málum. Undanfarin ár hefur fólk fengið sig fullsatt af íslenskum stjórnmálum og því gegndarlausa hagsmunapoti sem viðgengist hefur í áratugi. Þjóðfélagið er gegnsýrt af klíkuhópum með hagsmunagæslu fyrir sig og sitt umhverfi og þar má nefna stjórnmálaflokka, fjárfesta, fjármagnseigendur, atvinnulífið, verkalýðsumhverfið, lífeyrissjóðina, trúfélög og fleiri. Þeir sem ekki eru innmúraðir í þessa hópa í gegnum fjölskyldu- eða vinatengsl, fá lítið að segja og almenningur hefur þarna nánast engin lýðræðisleg áhrif. Embætti, störf og áhrif erfast á milli kynslóða og síðan vinna þessir klíkuhópar leynt og ljóst að því að tryggja hagsmuni fyrir hver annan. Hversu oft sér maður ekki útbrunna stjórnmálamenn fá embætti í opinberu umhverfi eða forstjórastarf í ríkisfyrirtæki. Er hægt að breyta ástandinu og auka sín áhrif á þróun samfélagsins? Þá þarf að taka virkan þátt í þjóðmálum og gæta vel að sínum hagsmunum gagnvart ofríki stjórnvalda. Í dag er ekkert stjórnmálaafl á Íslandi sem er fulltrúi þeirrar hugmyndafræði sem kallast „Liberial Democrats“ og margir borgaralegir stjórnmálaflokkar í Evrópu aðhyllast. Það er þörf á slíku stjórnmálaafli til að koma í veg fyrir áframhaldandi misnotkun klíkuhópa á félagslegum réttindum almennings. Íslendingar hurfu árið 1262 frá stjórnarformi höfðingjaveldis yfir í einræði erlendra konunga, en þjóðfélagslega réðu bændahöfðingjar áfram ríkjum og var almenningur; búðsetumenn, þurrabúðarbændur og hjáleigubændur, því ofurseldur forræði þeirra allt fram á 20. öld. Í byrjun 20. aldar tók útgerðaraðallinn við forræðishlutverkinu, en missti það tímabundið til auðmanna í byrjun þessarar aldar. Þetta sjálfskipaða höfðingjaveldi sérhagsmunahópa, sem þróast hefur í íslensku samfélagi, verður í raunverulegu lýðræðis- og lýðfrelsislandi að víkja fyrir frelsi og hagsmunum almennings. Íslendingar þurfa lýðveldi að evrópskri fyrirmynd þar sem skilið er á milli framkvæmdarvalds, dómsvalds og löggjafar- og fjárveitingavalds. Fara þarf að fordæmi margra lýðvelda í Evrópu – s.s. Finnlands – um kerfi „eftirlits, aðhalds og jafnvægis“. Kjósa forseta í beinni kosningu sem færi með framkvæmdarvaldið og skipaði forsætisráðherra og aðra ráðherra sem ættu ekki sæti á Alþingi. Alþingi færi með löggjafar- og fjárveitingavaldið, skipaði dómara og færi með eftirlit með framkvæmdarvaldinu í formi öflugra þing- og rannsóknarnefnda. Hlutverk framkvæmdarvaldsins yrði þá að framkvæma vilja þingsins, sem birtist í formi laga og þar á meðal fjárlaga. Alþingi mundi skammta framkvæmdarvaldinu fé og forseti og ríkisstjórn þyrftu að tryggja fjármagn þaðan fyrir sín verkefni. Alþingi hefði þannig raunverulegt eftirlit með fjárútlátum framkvæmdarvaldsins. Það er ástæðulaust að blása til Stjórnlagaþings og setja nýja stjórnarskrá ef löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið geta virt ákvæði stjórnarskrárinnar að vettugi. Ef setja á nýja stjórnarskrá, þá þarf einnig að setja á fót Stjórnlagadómstól t.d. að þýskri fyrirmynd, þannig að einstaklingar, félög og fyrirtæki geti kært löggjafar- og framkvæmdarvaldið til slíks dómstóls telji þeir á sér og stjórnarskránni brotið. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt að með núgildandi fiskveiðilögum sé íslenska ríkið að brjóta mannréttindi á almenningi, sem hefur engin úrræði til að stöðva framkvæmdarvaldið í þessum brotum. Hér þarf úrræði og Stjórnlagadómstóll er slíkt úrræði. Hann getur fellt úr gildi lög sem brjóta gegn stjórnarskránni og þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur undirgengist. Stjórnlagadómstóll er eins og eitur í beinum íslensku stjórnmálaflokkanna og eiginhagsmunaaðilar vilja hafa sjálfdæmi um hvernig túlka beri stjórnarskrána og hvort samningur eins og EES-samningurinn standist stjórnarskrána eða ekki. Þeir vilja ekki dómstól sem getur stöðvað hagsmunagæslu þeirra og þess vegna hafa þingmenn okkar sjaldan eða aldrei minnst á að setja hér á fót Stjórnlagadómstól, því hann gæti stöðvað Alþingi og stjórnsýsluna þegar kemur að túlkun stjórnarskrárinnar. Venjulegt fólk getur lagt grunn að lýðræðislegum breytingum og komið í veg fyrir áframhaldandi hagsmunagæslu þeirra klíku hagsmunahópa sem hafa hertekið landið í áratugi. Fólk þarf bara að spyrja sig hvort gömlu stjórnmálaflokkarnir, þreyttir og ráðalausir stjórnmálamenn á flótta í nýja stjórnmálaflokka eða skemmtikraftar á egósiglingu, sé leiðin til betra lýðræðis. Besta leiðin til að breyta stjórnmálum á Íslandi snýst um að byggja upp nýtt lýðræðislegt borgaralegt stjórnmálafl venjulegs fólks undir formerkjum „Liberal Democrats“ eða lýðfrelsis.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun