Jöfnuður fyrir leigjendur Lúðvík Geirsson skrifar 26. október 2012 06:00 Leigjendur er sá hópur sem hefur þurft að bera mestu hækkunina vegna húsnæðiskostnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi staðreynd vill því miður oft gleymast í umræðunni um stöðu húsnæðismála. Á sama tíma og leiguverð hefur hækkað langt umfram aðra verðlagsþróun á húsnæðismarkaði og leigjendum stórfjölgar er hér vanburða og ótryggur leigumarkaður og leigjendur njóta ekki jafnræðis á við kaupendur í húsnæðismálum. Í fréttaskýringu um leigumarkaðinn sem birtist hér í Fréttablaðinu á dögunum kom m.a. fram að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 9% af raunvirði frá ársbyrjun 2011 eða þrefalt meira en almennt húsnæðisverð. Á sama tíma hefur íbúum í leiguhúsnæði stórfjölgað. Íbúðakaupendur hafa í gegnum tíðina fengið niðurgreiddan vaxtakostnað með vaxtabótagreiðslum. Eftir efnahagshrunið var bætt verulegum fjármunum í vaxtabótakerfið sem allir húsnæðiskaupendur hafa átt rétt til og að stórum hluta án nokkurra tekjutenginga. Þannig hefur vaxtakostnaður vegna húsnæðislána verið greiddur niður um nær þriðjung síðustu árin. Á sama tíma hafa eingöngu þeir tekjulægstu í samfélaginu átt rétt á stuðningi vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Mikill meirihluti leigjenda hefur ekki átt rétt á neinum stuðningi eða niðurgreiðslu. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Hér verður að vera skýr jöfnuður. Í þeim efnum horfir nú loks til betri tíðar. Tillögur að nýju húsnæðisbótakerfi voru kynntar fyrr á þessu ári. Þar er lagt til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í nýju húsnæðisbótakerfi. Þar sitji allir við sama borð og hafi sama rétt, hvort heldur þeir eru að fjárfesta í húsnæði eða eru á leigumarkaði. Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir umtalsverðum viðbótarfjárveitingum til að mæta sérstökum niðurgreiðslum til leigjenda. Fyrstu áfangar í nýju húsnæðisbótakerfi munu taka gildi í byrjun komandi árs. Þá er ráðgert að tekjuviðmið vegna húsaleigubóta hækki og grunnur húsaleigubóta hækki. Í kjölfarið verða tekin frekari skref í átt að einu samfelldu húsnæðisbótakerfi sem hefur það markmið að tryggja jöfnuð og bætta stöðu allra, jafnt leigjenda sem kaupenda. Þetta er stórt réttindamál sem skiptir okkur öll miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Leigjendur er sá hópur sem hefur þurft að bera mestu hækkunina vegna húsnæðiskostnaðar í kjölfar efnahagshrunsins. Þessi staðreynd vill því miður oft gleymast í umræðunni um stöðu húsnæðismála. Á sama tíma og leiguverð hefur hækkað langt umfram aðra verðlagsþróun á húsnæðismarkaði og leigjendum stórfjölgar er hér vanburða og ótryggur leigumarkaður og leigjendur njóta ekki jafnræðis á við kaupendur í húsnæðismálum. Í fréttaskýringu um leigumarkaðinn sem birtist hér í Fréttablaðinu á dögunum kom m.a. fram að leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 9% af raunvirði frá ársbyrjun 2011 eða þrefalt meira en almennt húsnæðisverð. Á sama tíma hefur íbúum í leiguhúsnæði stórfjölgað. Íbúðakaupendur hafa í gegnum tíðina fengið niðurgreiddan vaxtakostnað með vaxtabótagreiðslum. Eftir efnahagshrunið var bætt verulegum fjármunum í vaxtabótakerfið sem allir húsnæðiskaupendur hafa átt rétt til og að stórum hluta án nokkurra tekjutenginga. Þannig hefur vaxtakostnaður vegna húsnæðislána verið greiddur niður um nær þriðjung síðustu árin. Á sama tíma hafa eingöngu þeir tekjulægstu í samfélaginu átt rétt á stuðningi vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Mikill meirihluti leigjenda hefur ekki átt rétt á neinum stuðningi eða niðurgreiðslu. Sú mismunun sem verið hefur á milli réttinda kaupenda og leigjenda er bæði ósanngjörn og óverjandi. Hér verður að vera skýr jöfnuður. Í þeim efnum horfir nú loks til betri tíðar. Tillögur að nýju húsnæðisbótakerfi voru kynntar fyrr á þessu ári. Þar er lagt til að vaxtabætur og húsaleigubætur verði sameinaðar í nýju húsnæðisbótakerfi. Þar sitji allir við sama borð og hafi sama rétt, hvort heldur þeir eru að fjárfesta í húsnæði eða eru á leigumarkaði. Í fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár er gert ráð fyrir umtalsverðum viðbótarfjárveitingum til að mæta sérstökum niðurgreiðslum til leigjenda. Fyrstu áfangar í nýju húsnæðisbótakerfi munu taka gildi í byrjun komandi árs. Þá er ráðgert að tekjuviðmið vegna húsaleigubóta hækki og grunnur húsaleigubóta hækki. Í kjölfarið verða tekin frekari skref í átt að einu samfelldu húsnæðisbótakerfi sem hefur það markmið að tryggja jöfnuð og bætta stöðu allra, jafnt leigjenda sem kaupenda. Þetta er stórt réttindamál sem skiptir okkur öll miklu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun