Erlent

Óttast glundroða eftir kosningarnar í Grikklandi

Mikið fylgishrun stjórnarflokkanna í Grikklandi einkenndi niðurstöður þingkosninganna þar í landi um helgina. Fréttaskýrendur óttast glundroða í landinu á næstunni því erfitt er að koma auga á meirihluta fyrir nýja stjórn landsins.

Reiknað er með að Samaras leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins verði falin stjórnarmyndin í fyrstu. Sá flokkur og PASOK flokkurinn sem mynduðu fyrri stjórn fengu aðeins þriðjung atkvæða í kosningunum en voru samtals með yfir 77% atkvæða í síðustu kosningum árið 2009.

Vinstri flokkarnir bættu allir við sig fylgi en þeir eru andvígir niðurskurðaráformum fyrri stjórnar. Þá vakti athygli að nýnasistaflokkurinn Gullin dögun kom mönnum á þing í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×