Erlent

Mikil aukning á mansali innan ESB

Sérstök skrifstofa Evrópusambandsins sem berst gegn mansali hefur sett í gang ítarlega rannsókn á umfangi mansals innan sambandsins.

Talið er að það hafi aukist verulega á undanförnum árum. Aðallega er um að ræða mansal á ungum stúlkum og konum sem seldar eru til vændis.

Evópusambandið telur að megnið af þessum stúlkum og konum komi frá löndum innan sambandsins. Áður fyrr var þetta mansal hinsvegar að mestu bundið við fólk sem flutt var inn til Evrópusambandsins frá löndum utan þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×