Erlent

Putin tekur formlega við forsetaembættinu í dag

Valdimir Putin tekur formlega við embætti sem forseti Rússlands við hátíðlega athöfn í Moskvu í dag. Þar með tekur Putin aftur við þessu embætti eftir fjögurra ára fjarveru.

Þúsundir manna mótmætlu embættistökunni á götum Moskvu í gærkvöldi og kom til átaka þeirra og lögreglumanna. Nokkrir af mótmælendunum voru handteknir.

Sigur Putin í forsetakosningunum í mars s.l. var umdeildur og margar ásakanir um kosningasvindl komu fram.

Fari svo að Putin klári sex ára tímabil sitt sem forseti nú hefur hann setið lengur en allir aðrir leiðtogar Rússlands í nútímasöguni að Josef Stalin undanskildum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×