Nýr forseti Frakklands: "Nýtt upphaf fyrir Evrópu og von fyrir heiminn" 7. maí 2012 20:00 Stuðningsmenn Francoise Hollande segja að sigur hans í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina marki nýtt upphaf fyrir Frakka. Francoise Hollande ávarpði stuðningsmenn sína þegar lokatölu lágu fyrir. Hann fékk næstum 18 milljónir atkvæða eða 51,62 %. „Djúpar gjár hafa myndast, mikil sárindi, of mörg áföll og of mikil sundrung hefur skilið samborgara okkar að. Þetta er að baki núna," sagði Hollande við stuðningsmenn sína við Bastillutorg í gærkvöld. Síðasti sósíalistinn sem kosinn var forseti frakklands var Francois Mitterrand sem komst til valda árið 1981. Fyrir marga vinstri menn virðist vera heil elífð síðan „Nýtt skeið er hafið hjá okkur. Ég var 4 ára árið 1981. Ég sá ekki vinstri stjórn við völd en nú sé ég hana koma. Það er yndislegt. Friður mun ríkja," segir Nicolas Trebert, stuðningsmaður Hollande. Í allri Evrópu er fylgst grannt með gangi mála, en þó líklega hvergi jafnvel og í Þýskalandi, þar sem gott samstarf Angelu Merkel kanslara og hins nýja franska forseta er grundvallaratriði á erfiðum tímum evrunnar. „Ríkisstjórn okkar verður nú að aðlaga sig að nýjum aðila, óþekktum aðila sem er ekki eins fyrirsjáanlegur fyrir Merkel eins og Sarkozy var," segir Jutta Kramm, aðstoðarritstjóri Berliner Zeitung. „Ég mun fagna Francois Hollande með opnum örmum hér í Þýskalandi og við munum eiga ítarlegar viðræður því samstarf Frakklands og Þýskalands er afar mikilvægt fyrir alla Evrópu. Þar sem velferð Evrópu er okkur öllum afar mikilvæg hefst samstarfið mjög fljótlega," segir Angela Merkel kanslari Þýskalands. Hollande segir sjálfur að bjartir tímar séu framundan „Hinn 6. maí verður stór dagur í sögu þjóðar okkar, nýtt upphaf fyrir Evrópu og ný von fyrir heiminn allan. Þið hafið falið mér að leiða þessa sendiför. Lifi lýðveldið! Lifi Frakkland!" Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Stuðningsmenn Francoise Hollande segja að sigur hans í forsetakosningunum sem fram fóru um helgina marki nýtt upphaf fyrir Frakka. Francoise Hollande ávarpði stuðningsmenn sína þegar lokatölu lágu fyrir. Hann fékk næstum 18 milljónir atkvæða eða 51,62 %. „Djúpar gjár hafa myndast, mikil sárindi, of mörg áföll og of mikil sundrung hefur skilið samborgara okkar að. Þetta er að baki núna," sagði Hollande við stuðningsmenn sína við Bastillutorg í gærkvöld. Síðasti sósíalistinn sem kosinn var forseti frakklands var Francois Mitterrand sem komst til valda árið 1981. Fyrir marga vinstri menn virðist vera heil elífð síðan „Nýtt skeið er hafið hjá okkur. Ég var 4 ára árið 1981. Ég sá ekki vinstri stjórn við völd en nú sé ég hana koma. Það er yndislegt. Friður mun ríkja," segir Nicolas Trebert, stuðningsmaður Hollande. Í allri Evrópu er fylgst grannt með gangi mála, en þó líklega hvergi jafnvel og í Þýskalandi, þar sem gott samstarf Angelu Merkel kanslara og hins nýja franska forseta er grundvallaratriði á erfiðum tímum evrunnar. „Ríkisstjórn okkar verður nú að aðlaga sig að nýjum aðila, óþekktum aðila sem er ekki eins fyrirsjáanlegur fyrir Merkel eins og Sarkozy var," segir Jutta Kramm, aðstoðarritstjóri Berliner Zeitung. „Ég mun fagna Francois Hollande með opnum örmum hér í Þýskalandi og við munum eiga ítarlegar viðræður því samstarf Frakklands og Þýskalands er afar mikilvægt fyrir alla Evrópu. Þar sem velferð Evrópu er okkur öllum afar mikilvæg hefst samstarfið mjög fljótlega," segir Angela Merkel kanslari Þýskalands. Hollande segir sjálfur að bjartir tímar séu framundan „Hinn 6. maí verður stór dagur í sögu þjóðar okkar, nýtt upphaf fyrir Evrópu og ný von fyrir heiminn allan. Þið hafið falið mér að leiða þessa sendiför. Lifi lýðveldið! Lifi Frakkland!"
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira