Íslendingar eru nammisjúkir 17. mars 2012 15:00 Alfreð Chiarolanzio segir viðtökur Nammibarsins hafa verið framar vonum enda séu Íslendingar nammisjúkir. Fréttablaðið/anton „Ég vildi opna búð sem fær viðskiptavininn til að segja vá þegar hann labbar inn. Hingað til hafa flestir sagt vá þegar þeir ganga inn um dyrnar,“ segir Alfreð Chiarolanzio eigandi nýju nammibúðarinnar Nammibarinn á Laugavegi. Nammibarinn státar af alls 430 nammiboxum og telur Ólafur að hann bjóði upp á mesta úrval sælgætis á Íslandi. „Ég held að þetta sé stærsti nammibar á Íslandi og ég hef fengið að heyra að við séum ekki með nógu stóra poka til rúma allar tegundirnar,“ segir Alfreð en hann hefur lengi langað að opna búð sem býður einungis upp á sælgæti. „Ég hef verið að vinna í nammibransanum lengi og fannst vanta búð þar sem það er hreinlega upplifun fyrir viðskiptavininn að versla.“ Nammibarinn er opinn frá 11 til miðnættis á virkum dögum en til tvö á nóttunni um helgar og hafa viðtökurnar verið framar vonum síðan verslunin opnaði fyrir rúmri viku. „Íslendingar eru náttúrulega nammisjúkir og það var frábær stemning hérna síðustu helgi. Það eru ekki bara djammarar í miðbænum á kvöldin um helgar,“ segir Alfreð sem ætlar sér stóra hluti með Nammibarinn í framtíðinni. „Búðin á Laugavegi er bara sú fyrsta af mörgum enda er greinilegt að það er markaður fyrir svona búð.“ Nokkrar flökkusögur hafa verið á sveimi um óhreinlæti nammiboxa í verslunum en Alfreð vill meina að það séu allt ýkjur en hann leggur hins vegar mikið upp úr hreinlæti í búðinni. „Hver og einn fær sína eigin skeið með pokanum sem viðskiptavinurinn skilar til okkar þegar hann er búinn að versla. Við hugsum mikið um hreinlæti.“- áp Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Ég vildi opna búð sem fær viðskiptavininn til að segja vá þegar hann labbar inn. Hingað til hafa flestir sagt vá þegar þeir ganga inn um dyrnar,“ segir Alfreð Chiarolanzio eigandi nýju nammibúðarinnar Nammibarinn á Laugavegi. Nammibarinn státar af alls 430 nammiboxum og telur Ólafur að hann bjóði upp á mesta úrval sælgætis á Íslandi. „Ég held að þetta sé stærsti nammibar á Íslandi og ég hef fengið að heyra að við séum ekki með nógu stóra poka til rúma allar tegundirnar,“ segir Alfreð en hann hefur lengi langað að opna búð sem býður einungis upp á sælgæti. „Ég hef verið að vinna í nammibransanum lengi og fannst vanta búð þar sem það er hreinlega upplifun fyrir viðskiptavininn að versla.“ Nammibarinn er opinn frá 11 til miðnættis á virkum dögum en til tvö á nóttunni um helgar og hafa viðtökurnar verið framar vonum síðan verslunin opnaði fyrir rúmri viku. „Íslendingar eru náttúrulega nammisjúkir og það var frábær stemning hérna síðustu helgi. Það eru ekki bara djammarar í miðbænum á kvöldin um helgar,“ segir Alfreð sem ætlar sér stóra hluti með Nammibarinn í framtíðinni. „Búðin á Laugavegi er bara sú fyrsta af mörgum enda er greinilegt að það er markaður fyrir svona búð.“ Nokkrar flökkusögur hafa verið á sveimi um óhreinlæti nammiboxa í verslunum en Alfreð vill meina að það séu allt ýkjur en hann leggur hins vegar mikið upp úr hreinlæti í búðinni. „Hver og einn fær sína eigin skeið með pokanum sem viðskiptavinurinn skilar til okkar þegar hann er búinn að versla. Við hugsum mikið um hreinlæti.“- áp
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira