Erlent

Björguðu kynlífsdúkku úr á

Dúkkan snéri með andlitið ofan í vatnið svo það var kannski ekki skrítið að lögreglumenn héldu að um alvöru konu væri að ræða.
Dúkkan snéri með andlitið ofan í vatnið svo það var kannski ekki skrítið að lögreglumenn héldu að um alvöru konu væri að ræða.
Lögreglan í Shandong-héraðinu í Kína bjargaði kynlífsdúkku upp úr á þar sem þeir héldu að um væri að ræða konu sem hefði drukknað.

Dúkkan var fljótandi um 50 metrum frá árbakkanum þegar lögreglumenn komu á staðinn. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum var kallaður út auka mannskapur og tóku 18 lögreglumenn þátt í björgunaraðgerðum þegar mest lét.

Það tók lögregluna 40 mínútur að koma dúkkunni á land en það var ekki fyrr en einn lögreglumaðurinn náði taki á henni að hann áttaði sig á því að um dúkka var að ræða - en ekki lík konu.

Atvikið átti sér stað fyrir tveimur vikum síðan en yfir 1000 manns horfðu á björgunaraðgerðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×