Opið bréf til þingmanna Dag Andre Johansen skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Ágæti þingmaður. Mig langar að deila með þér einkennilegri reynslu minni af því að vera erlendur fjárfestir á Íslandi. Nú í sumar hófum við viðskipti á Íslandi þegar RAC Scandinavia gekk frá kaupum á bílaleigunum Avis og Budget á Íslandi (Alp hf.). Vegna hins óvenjulega ástands í efnahagsmálum á Íslandi, sérstaklega vegna gjaldeyrishafta krónunnar, voru efasemdaraddir um að íslensk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda var að leggja mikla áherslu á ferðaþjónustuna þóttu forsendur hagstæðar. Verkefni stjórnvalda eins og Inspired by Iceland gaf tilefni til að trúa því að mikil alvara væri á bak við stefnuna. Því var ákveðið að tryggja 45% hlut í næststærsta bílaleigufyrirtæki Íslands og var fjárfestingin bundin til 5 ára skv. lögum um gjaldeyrisútboð. Félagið sem ég hef unnið hjá frá því ég var tvítugur, RAC Holding, á og rekur bílaleigurnar Avis og Budget í Noregi, Svíþjóð og í Danmörku. Það er því ekki síst vegna reynslu minnar í Skandinavíu sem ég varð undrandi á þeim fyrirvaralausu breytingum sem stjórnvöld boða nú fyrir rekstrarumhverfið sem fyrirtækið mitt á Íslandi starfar í. Hér er ég að vísa í hækkun á vörugjöldum á bílaleigur sem ný fjárlög gera ráð fyrir, sem eykur álögur gríðarlega á bílaleigugreinina. Ekki síst kom þetta mér á óvart þar sem í gildi er ferðamálaáætlun stjórnvalda til ársins 2015 þar sem meginmarkmið eru að: a) tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. b) að rekstrarskilyrði hennar geti orðið með sambærilegum hætti og í samkeppnislöndum. Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafn skömmum fyrirvara og boðað er. Þar styðja stjórnvöld sérstaklega við ferðaþjónustu vegna þess að litið er á hana sem útflutningsgrein sem aflar tekna fyrir samfélagið. Á bílaleigumarkaði ríkir mjög virk samkeppni og því munu viðbrögð greinarinnar óhjákvæmilega valda því að tekjur vegna vörugjalda verða lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Afleiðing hærri vörugjalda verður einfaldlega sú að bílaleigur munu geta keypt færri bíla. Dýrari fjárfestingar munu líka kalla á verðhækkanir, sem geta dregið úr eftirspurn og geta haft áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Þá neyðast bílaleigurnar til að skoða að taka upp kílómetragjald, sem mun takmarka akstur til að lengja líftíma bílanna. Það mun aftur á móti valda því að dreifing ferðamanna um Ísland minnkar og einskorða þá enn frekar við höfuðborgarsvæðið. Það er því ekki að ástæðulausu sem ég óska þess að þú sem þingmaður á Íslandi hugleiðir þessar staðreyndir áður en kosið er um ný fjárlög og í raun, nýja stefnu landsins í garð erlendra fjárfesta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ágæti þingmaður. Mig langar að deila með þér einkennilegri reynslu minni af því að vera erlendur fjárfestir á Íslandi. Nú í sumar hófum við viðskipti á Íslandi þegar RAC Scandinavia gekk frá kaupum á bílaleigunum Avis og Budget á Íslandi (Alp hf.). Vegna hins óvenjulega ástands í efnahagsmálum á Íslandi, sérstaklega vegna gjaldeyrishafta krónunnar, voru efasemdaraddir um að íslensk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda var að leggja mikla áherslu á ferðaþjónustuna þóttu forsendur hagstæðar. Verkefni stjórnvalda eins og Inspired by Iceland gaf tilefni til að trúa því að mikil alvara væri á bak við stefnuna. Því var ákveðið að tryggja 45% hlut í næststærsta bílaleigufyrirtæki Íslands og var fjárfestingin bundin til 5 ára skv. lögum um gjaldeyrisútboð. Félagið sem ég hef unnið hjá frá því ég var tvítugur, RAC Holding, á og rekur bílaleigurnar Avis og Budget í Noregi, Svíþjóð og í Danmörku. Það er því ekki síst vegna reynslu minnar í Skandinavíu sem ég varð undrandi á þeim fyrirvaralausu breytingum sem stjórnvöld boða nú fyrir rekstrarumhverfið sem fyrirtækið mitt á Íslandi starfar í. Hér er ég að vísa í hækkun á vörugjöldum á bílaleigur sem ný fjárlög gera ráð fyrir, sem eykur álögur gríðarlega á bílaleigugreinina. Ekki síst kom þetta mér á óvart þar sem í gildi er ferðamálaáætlun stjórnvalda til ársins 2015 þar sem meginmarkmið eru að: a) tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. b) að rekstrarskilyrði hennar geti orðið með sambærilegum hætti og í samkeppnislöndum. Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafn skömmum fyrirvara og boðað er. Þar styðja stjórnvöld sérstaklega við ferðaþjónustu vegna þess að litið er á hana sem útflutningsgrein sem aflar tekna fyrir samfélagið. Á bílaleigumarkaði ríkir mjög virk samkeppni og því munu viðbrögð greinarinnar óhjákvæmilega valda því að tekjur vegna vörugjalda verða lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Afleiðing hærri vörugjalda verður einfaldlega sú að bílaleigur munu geta keypt færri bíla. Dýrari fjárfestingar munu líka kalla á verðhækkanir, sem geta dregið úr eftirspurn og geta haft áhrif á straum ferðamanna til Íslands. Þá neyðast bílaleigurnar til að skoða að taka upp kílómetragjald, sem mun takmarka akstur til að lengja líftíma bílanna. Það mun aftur á móti valda því að dreifing ferðamanna um Ísland minnkar og einskorða þá enn frekar við höfuðborgarsvæðið. Það er því ekki að ástæðulausu sem ég óska þess að þú sem þingmaður á Íslandi hugleiðir þessar staðreyndir áður en kosið er um ný fjárlög og í raun, nýja stefnu landsins í garð erlendra fjárfesta.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar