Vopnaþungi uppreisnarinnar meiri 14. ágúst 2012 03:00 Stríðsfangi Uppreisnarmenn segjast ætla að fara vel með fanga sinn og heita því að brjóta ekki reglur Genfarsáttmálans. nordicphotos/afp Sýrlenskir uppreisnarmenn segjast hafa skotið niður orrustuflugvél stjórnarhersins. Þeir halda flugmanni vélarinnar nú föngnum en sá náði að skjóta sér úr vélinni áður en hún varð eldi að bráð og hrapaði. Sýrlenski stjórnarherinn greindi frá því að flugmaðurinn hefði yfirgefið vélina en segja ástæðuna hafa verið bilun í vélinni. Uppreisnarmenn birtu myndskeið á vefnum í gær þar sem flugvélin sést og flugmaðurinn talar. Hann er umkringdur fjórum vopnuðum uppreisnarmönnum og segist hafa haft það verkefni að ráðast á svæði uppreisnarmanna. Sé það satt sem uppreisnarmennirnir segja, að þeir hafi skotið orrustuflugvélina niður með loftvarnarbyssu, þýðir það að þungi skotvopna þeirra hafi snaraukist. Aðeins nokkrir dagar eru síðan uppreisnarmenn áttu lítið eftir af skotvopnum og óskuðu eftir utanaðkomandi hjálp. Á sunnudag biðluðu þeir til alþjóðasamfélagsins að setja flugbann á Sýrlandsher. Theodore Karasik, sérfræðingur við Hernaðargreiningarstofnunina fyrir Mið-Austurlönd, segir að flæði vopna til uppreisnarmanna sé örugglega mun meira en undanfarnar vikur. „Ef þetta er satt, er það sennilegt að leynilegur stuðningur við uppreisnina sé að verða meiri og öflugri.“ Sádi-Arabía og Katar hafa þegar sagst ætla að útvega uppreisnarmönnum vopn en óvíst er hversu mikill stuðningurinn er.- bþh Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Sýrlenskir uppreisnarmenn segjast hafa skotið niður orrustuflugvél stjórnarhersins. Þeir halda flugmanni vélarinnar nú föngnum en sá náði að skjóta sér úr vélinni áður en hún varð eldi að bráð og hrapaði. Sýrlenski stjórnarherinn greindi frá því að flugmaðurinn hefði yfirgefið vélina en segja ástæðuna hafa verið bilun í vélinni. Uppreisnarmenn birtu myndskeið á vefnum í gær þar sem flugvélin sést og flugmaðurinn talar. Hann er umkringdur fjórum vopnuðum uppreisnarmönnum og segist hafa haft það verkefni að ráðast á svæði uppreisnarmanna. Sé það satt sem uppreisnarmennirnir segja, að þeir hafi skotið orrustuflugvélina niður með loftvarnarbyssu, þýðir það að þungi skotvopna þeirra hafi snaraukist. Aðeins nokkrir dagar eru síðan uppreisnarmenn áttu lítið eftir af skotvopnum og óskuðu eftir utanaðkomandi hjálp. Á sunnudag biðluðu þeir til alþjóðasamfélagsins að setja flugbann á Sýrlandsher. Theodore Karasik, sérfræðingur við Hernaðargreiningarstofnunina fyrir Mið-Austurlönd, segir að flæði vopna til uppreisnarmanna sé örugglega mun meira en undanfarnar vikur. „Ef þetta er satt, er það sennilegt að leynilegur stuðningur við uppreisnina sé að verða meiri og öflugri.“ Sádi-Arabía og Katar hafa þegar sagst ætla að útvega uppreisnarmönnum vopn en óvíst er hversu mikill stuðningurinn er.- bþh
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira