Erlent

Romney var hrekkjusvín - lagði dreng í einelti

Romney er sagður hafa farið fremstur í flokki þegar skólabróðir hans var lagður í einelti því hann var talinn samkynhneigður.
Romney er sagður hafa farið fremstur í flokki þegar skólabróðir hans var lagður í einelti því hann var talinn samkynhneigður.
Mitt Romney, væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að dagblaðið Washington Post greindi frá því að hann hafi verið í hópi drengja sem lögðu skólabróðir sinn í einelti en þeir töldu drenginn vera samkynhneigðan.

Blaðið greinir meðal annars frá atviki sem gerðist árið 1965 þegar Romney réðst á drenginn og reyndi að klippa af honum hárið, en strákurinn hafði litað það ljóst. Fyrrverandi nemendur við skólann fullyrða í greininni að Romney hafi farið fremstur í flokki í eineltinu gegn drengnum.

Í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina sagðist á sínum yngri árum hafa staðið í alls kyns „prakkarastrikum", eins og hann orðar það. „Stundum gekk ég of langt," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×