Erlent

Flugslys í Indónesíu: Björgunarsveitir komnar að flakinu

Mynd/AP
Leitarflokkar hafa fundið tólf lík á svæðinu þar sem rússnesk farþegaþota fórst í fjallendi í Indónesíu í gær. Sveitirnar þurftu að nota klifurbúnað til þess að komast að slysstaðnum en vélin hrapaði í hlíðum eldfjalls í 1800 metra hæð.

Einnig er leitað að svörtu kössunum sem ættu að geta varpað ljósi á hvað gerðist en 45 manns voru um borð í vélinni þegar hún fórst. Rannsókn er einnig hafin á málinu í Rússlandi en sögur eru uppi þess efnis að vélin hafi ekki verið nægilega vel skoðuð áður en hún flaug til Indónesíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×