Lífið

Snýst allt um frægðina

Segir að bransinn sé uppfullur af sýndarmennsku.
Segir að bransinn sé uppfullur af sýndarmennsku. Nordicphotos/getty
Billy Corgan úr Smashing Pumpkins segir að tónlistarbransinn sé uppfullur af sýndarmennsku. Á tónlistarhátíðinni South By Southwest sagðist hann hafa verið hluti af kynslóð tónlistarmanna sem vildi breyta heiminum. Í dag hafa tónlistarmenn bara áhuga á að vera frægir.

Hann bætti því við að ef hann væri að hefja feril í dag þyrfti hann að kveikja í sjálfum sér á Youtube til að vekja athygli. Hann líkti einnig nýjum tónlistarmönnum við fatafellur.

„Þeir hafa alist upp við að halda að markmiðið sé að vera frægur. Ekki að öðlast virðingu, ekki að vera hættulegur."

Smashing Pumpkins gefur síðar á árinu út plötuna Oceania sem er að mati Corgans sú besta sem hann hefur sent frá sér í sextán ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.