Erlent

Atkvæði í forsetakosningunum í Mexíkó endurtalin

Yfirkjörstjórn í Mexíkó hefur ákveðið að endurtelja rúmlega helming atkvæða í forsetakosningunum þar. Kjörstjórnin segir að misræmi hafi komið upp í talningunni.

Ákvörðun þessi kemur í kjölfar þess að Andres Manuel Obrador sem varð í öðru sæti í kosningunum fullyrti að víðtækt kosningasvindl hefði verið í gangi í kosningunum og krafðist endurtalningar á öllum atkvæðunum. Hann sakaði Enrique Pena Nieto sem náði kjöri sem forseti einnig um að hafa mútað kjósendum til að kjósa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×