Erlent

Suður Kórea hyggist taka upp hrefnuveiðar

Suður Kóreumenn hyggjast taka upp vísindaveiðar á hrefnum undan ströndum landsins á svipuðum grunni og Japanir stunda sína vísindaveiðar á hvölum.

Ekki liggur ljóst fyrir hve margar hrefnur Suður Kóreumenn ætla sér að veiða á hverju ári. Þetta hefrur vakið hörð viðbrögð og mótmæli frá ýmsum hvalafriðunarsamtökum.

Sendinefnd Suður Kóreu á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins segir hinsvegar að veiðarnar séu nauðsynlegar til að kanna umfang og viðkomu hrefnustofnsins undan ströndum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×