Erlent

Harmleikurinn í Fukushima af manna völdum

BBI skrifar
Harmleikurinn í Fukushima kjarnorkuverinu var að miklu leyti af manna völdum. Slysið átti að vera fyrirsjáanlegt og hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. Þetta segir japönsk þingmannanefnd í nýbirtri skýrslu.

Í skýrslunni er tekinn saman fjöldi annmarka á viðbröðgum stjórnvalda og eigenda kjarnaversins við skjálftanum og flóðbylgjunni þann 11. mars 2011. Náttúruhamfarirnar eyðilögðu fyrst kælikerfi sem leiddi að lokum til þess að geislavirk efni bárust út í umhverfið.

Formaður nefndarinnar sagði að meðvituð vanræksla stjórnenda hefði valdið því að kjarnaverið var ekki í stakk búið til að standa af sér náttúruhamfarir. „Þó að jarðskjálfti og flóðbylgja hafi komið þessu af stað er ekki hægt að kalla afleiðingarnar náttúruhamfarir, þetta gerðist af mannavöldum og hefði getað og átti að vera fyrirsjáanlegt," segir hann í skýrslunni.

BBC segir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×