Erlent

Þorskurinn við Nýfundnaland að taka við sér

BBI skrifar
Allt bendir nú til að þorskstofninn við Nýfundnaland sé að rétta úr kútnum. Veiðibann var sett á stofninn þar við land fyrir um tveimur áratugum vegna mikillar ofveiði.

Rannsóknir undanfarið hafa sýnt að þorskar við Nýfundnaland lifa lengur og verða stærri en áður samvkæmt frétt Fiskifrétta sem birtist í dag. Veiðibann sem sett var við landið vegna slæmrar fiskveiðistjórnunar og breytinga í vistkerfi hafsins svipti 30.000 manns atvinnu. Bannið átti upphaflega að gilda í tvö ár en er enn í gildi rúmum tuttugu árum síðar.

Þrátt fyrir vöxt uppá síðkastið er ennþá langt í að veiði geti hafist á ný enda er stofninn enn 90% minni en hann var á níunda áratugnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×