Innlent

Samband komið aftur á - gætir þurft að endurræsa símann

Liv Bergþórsdóttir er framkvæmdastjóri Nova.
Liv Bergþórsdóttir er framkvæmdastjóri Nova.
Farsímasamband er aftur komið á hjá farsímafyrirtækinu Nova en sambandið datt út í einn og hálfan klukkutíma í morgun. Í tilkynningu frá Nova er beðist afsökunar á óþægindunum sem sambandsleysið kann að hafa valdið viðskiptavinum fyrirtækisins sem og öðrum.

„Það gæti þurft að slökkva og kveikja á farsímanum aftur til að koma honum í samband og sama á við varðandi netstillingar þær gæti þurft að slá inn aftur, sjá hér," segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Bilun í farsímakerfi Nova

Bilun kom upp í farsímakerfi Nova klukkan 10.30 í morgun og hefur staðið yfir í um eina klukkustund. Samkvæmt upplýsingum frá Nova hefur vandinn verið greindur og er unnið að viðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×