Yoko Ono tendraði ljós Friðarsúlunnar BBI skrifar 9. október 2012 20:31 Yoko Ono kom sjálf út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni sjötta árið í röð. Fjölmennur hópur fólks var viðstaddur en hópurinn samanstóð að stærstum hluta af erlendum ferðamönnum og fjölmiðlamönnum. Yoko Ono hélt stutta ræðu áður en ljósin voru tendruð. Þar sagði hún meðal annars að andi þeirra sem heiðraðir voru í dag og eru fallnir frá væri með þeim. Þar átti hún bæði við Rachel Corrie, sem lést þegar jarðýta ísraelska hersins ók yfir hana þar sem hún mótmælti niðurrifi heimila Palestínumanna á Gasasvæðinu árið 2003, og rithöfundinn Christopher Hitchens. Eftir ræðuna var lagið Imagine með John Lennon spilað og viðstaddir fylgdust með í þögn þegar kveikt var á Friðarsúlunni. Friðarsúlan var fyrst tendruð árið 2007 við hátíðlega athöfn í Viðey. Ár hvert er Friðarsúlan tendruð tveimur tímum eftir sólsetur frá afmælisdegi John Lennons, 9. október, til og með 8. desember en þann dag dó John Lennon árið 1980. Þannig logar ljósgeisli hennar yfir Reykjavíkurborg fyrstu vetrarmánuðina á ári hverju. Þar að auki er Friðarsúlan tendruð í eina viku í kringum vetrarsólstöður, á gamlárskvöld, í eina viku í kringum vorjafndægur og á sérstökum hátíðardögum sem listamaðurinn og Reykjavíkurborg koma sér saman um.Hér má sjá myndir frá því þegar Friðarsúlan var tendruð í kvöld. Tengdar fréttir Fjölmenni á leið út í Viðey Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni. 9. október 2012 19:09 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Yoko Ono kom sjálf út í Viðey í kvöld og var viðstödd þegar kveikt var á Friðarsúlunni sjötta árið í röð. Fjölmennur hópur fólks var viðstaddur en hópurinn samanstóð að stærstum hluta af erlendum ferðamönnum og fjölmiðlamönnum. Yoko Ono hélt stutta ræðu áður en ljósin voru tendruð. Þar sagði hún meðal annars að andi þeirra sem heiðraðir voru í dag og eru fallnir frá væri með þeim. Þar átti hún bæði við Rachel Corrie, sem lést þegar jarðýta ísraelska hersins ók yfir hana þar sem hún mótmælti niðurrifi heimila Palestínumanna á Gasasvæðinu árið 2003, og rithöfundinn Christopher Hitchens. Eftir ræðuna var lagið Imagine með John Lennon spilað og viðstaddir fylgdust með í þögn þegar kveikt var á Friðarsúlunni. Friðarsúlan var fyrst tendruð árið 2007 við hátíðlega athöfn í Viðey. Ár hvert er Friðarsúlan tendruð tveimur tímum eftir sólsetur frá afmælisdegi John Lennons, 9. október, til og með 8. desember en þann dag dó John Lennon árið 1980. Þannig logar ljósgeisli hennar yfir Reykjavíkurborg fyrstu vetrarmánuðina á ári hverju. Þar að auki er Friðarsúlan tendruð í eina viku í kringum vetrarsólstöður, á gamlárskvöld, í eina viku í kringum vorjafndægur og á sérstökum hátíðardögum sem listamaðurinn og Reykjavíkurborg koma sér saman um.Hér má sjá myndir frá því þegar Friðarsúlan var tendruð í kvöld.
Tengdar fréttir Fjölmenni á leið út í Viðey Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni. 9. október 2012 19:09 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Fjölmenni á leið út í Viðey Fjölmenni hefur nú safnast saman á Skarfabakkanum á leið út í Viðey til að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar. Hundruð gesta bíða þess nú að verða ferjaðir út í eyjuna til að fylgjast með þegar kveikt verður á súlunni. 9. október 2012 19:09