Erlent

Asíska konan komin í heimsfréttirnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamaður að störfum.
Björgunarsveitamaður að störfum.
Fréttin af asísku konunni sem var ferðalangur hér á landi og tók þátt í leitinni að sjálfri sér er orðin heimsfrétt. Um málið er fjallað í bandaríska blaðinu New York Daily News, The West Australian, Toronto Sun, slúðurblaðinu TNT, breska blaðinu Metro og víðar.

Konan var talin hafa yfirgefið rútu við Eldgjá í Skaftártunguafrétti og ekki snúið aftur. Síðar komi í ljós að hún sneri aftur í rútuna, en hafði skipt um föt og snyrt sig og því báru samferðamenn hennar ekki kennsl á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×