Lífið

Nýir leikarar

Siha LaBeouf í síðustu Transformers-mynd. Hann leikur ekki í þeirri fjórðu.
Siha LaBeouf í síðustu Transformers-mynd. Hann leikur ekki í þeirri fjórðu.
Fjórða Transformers-myndin verður hátt í fjórum milljörðum ódýrari í framleiðslu en síðustu þrjár. Leikaraliðið verður einnig nýtt af nálinni.

„Það er ekki „endurræsing“. Þá heldur fólk að við séum að gera eins og í Spider-Man með því að byrja aftur frá byrjun. Við erum ekki að því,“ sagði leikstjórinn Michael Bay við Los Angeles Times og bætti við að myndin gæti gerst að hluta til úti í geimi. „Við erum að fara með söguþráðinn sem við höfum notað í aðra átt.“

Bay hefur áður lýst því yfir að myndin verði hans síðasta í seríunni. Transformers 4 er væntanleg í bíó 29. júní 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.