Lífið

Vælir sig inn á klósett þýskra kvenna

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr Evrópska draumnum en fyrsti þáttur fer í loftið á Stöð 2 á föstudag.

Steindi og Auddi ákveða að klára áskorunina um að fá að fara á klósett hjá ókunnugu fólki. Steindi ríður á vaðið og spyr tvær þýskar konur sem lýst ekkert á hann. Hann nær samt að væla sig inn með því að segjast vera mál.

Þættirnir eru framhald Ameríska draumsins, sem slógu í gegn fyrir tveimur árum. Liðin sem keppa eru að þessu sinni skipuð þeim Sveppa og Pétri Jóhanni annarsvegar og þeim Audda og Steinda Jr. hinsvegar. Strákarnir keppast við það að safna sem flestum stigum en alls eru um 70 reglur í keppninni.

Meðal þess sem þeir geta gert til að sigra er að tjalda í garðinum hjá fólki, kýla í bakið á einhverjum og hlaupa burt, fara í götun, sleik við róna og, eins og sést hér í sýnishorninu, fá að fara á klósettið hjá ókunnugu fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.