Flestir flokkarnir boða íslamskt ríki 7. júlí 2012 02:00 Stuðningsmenn Réttlætis- og uppbyggingarflokksins, sem er flokkur Bræðralags múslima, hafa verið iðnir við að kynna stefnu sína síðustu daga.nordicphotos/AFP Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar. Bráðabirgðaráðið var stofnað af andstæðingum Gaddafís strax á fyrstu vikum uppreisnarinnar. „Bráðabirgðaráðið hagar sér eins og hauslaus hani,“ segir Yassar al Bashti, einn þeirra sem bjóða sig fram til þings, en í dag ganga Líbíumenn til kosninga og kjósa bráðabirgðaþing sem á að stjórna þangað til ný stjórnarskrá hefur verið samin. Nýja þingið á að velja sér ríkisstjórn, en innan árs á svo stjórnlagaþing, sem enn er ókjörið, að hafa lokið við gerð nýrrar stjórnarskrár. Hátt í fjögur hundruð stjórnmálaflokkar eru í framboði, en fjórir þeirra virðast eiga mestan stuðning. Engum þeirra er spáð hreinum meirihluta á þingi þannig að niðurstaðan verður líklega sú að mynda þurfi samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka að kosningum loknum. Stjórnmálaskýrendur telja að Líbíumenn kjósi sér flokka eftir því hvort frambjóðendur þeirra eru þekktir einstaklingar, frekar en að spá mikið í hugmyndafræði flokkanna. Íbúar landsins eru langflestir múslímar. Þeir eru almennt íhaldssamir og nánast allir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að íslömsk lög eigi að gegna hlutverki í stjórnskipan landsins. Spennan í kosningunum snýst helst um það hvort vesturhluti landsins eða austurhlutinn verður ráðandi, eða hvort mönnum tekst að finna viðunandi jafnvægi þarna á milli. Höfuðborgin Trípolí er í vesturhlutanum og þar átti Gaddafí mestan stuðning, en uppreisnin hófst í austurhlutanum þar sem andstaðan við Gaddafí var sterkust. Í austurhlutanum eru einnig miklar olíulindir sem íbúarnir þar vilja ekki láta íbúa höfuðborgarinnar sitja eina að. „Við viljum ekki að Trípolí stjórni öllu landinu,“ segir Fadlallah Haroun, einn af uppreisnarforingjunum frá Benghazi, borginni í austurhluta landsins þar sem uppreisnin hófst. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar. Bráðabirgðaráðið var stofnað af andstæðingum Gaddafís strax á fyrstu vikum uppreisnarinnar. „Bráðabirgðaráðið hagar sér eins og hauslaus hani,“ segir Yassar al Bashti, einn þeirra sem bjóða sig fram til þings, en í dag ganga Líbíumenn til kosninga og kjósa bráðabirgðaþing sem á að stjórna þangað til ný stjórnarskrá hefur verið samin. Nýja þingið á að velja sér ríkisstjórn, en innan árs á svo stjórnlagaþing, sem enn er ókjörið, að hafa lokið við gerð nýrrar stjórnarskrár. Hátt í fjögur hundruð stjórnmálaflokkar eru í framboði, en fjórir þeirra virðast eiga mestan stuðning. Engum þeirra er spáð hreinum meirihluta á þingi þannig að niðurstaðan verður líklega sú að mynda þurfi samsteypustjórn tveggja eða fleiri flokka að kosningum loknum. Stjórnmálaskýrendur telja að Líbíumenn kjósi sér flokka eftir því hvort frambjóðendur þeirra eru þekktir einstaklingar, frekar en að spá mikið í hugmyndafræði flokkanna. Íbúar landsins eru langflestir múslímar. Þeir eru almennt íhaldssamir og nánast allir stjórnmálamenn eru þeirrar skoðunar að íslömsk lög eigi að gegna hlutverki í stjórnskipan landsins. Spennan í kosningunum snýst helst um það hvort vesturhluti landsins eða austurhlutinn verður ráðandi, eða hvort mönnum tekst að finna viðunandi jafnvægi þarna á milli. Höfuðborgin Trípolí er í vesturhlutanum og þar átti Gaddafí mestan stuðning, en uppreisnin hófst í austurhlutanum þar sem andstaðan við Gaddafí var sterkust. Í austurhlutanum eru einnig miklar olíulindir sem íbúarnir þar vilja ekki láta íbúa höfuðborgarinnar sitja eina að. „Við viljum ekki að Trípolí stjórni öllu landinu,“ segir Fadlallah Haroun, einn af uppreisnarforingjunum frá Benghazi, borginni í austurhluta landsins þar sem uppreisnin hófst. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira