Erlent

Afganistan og Bandaríkin bandalagsþjóðir

Hillary Clinton ásamt Hamid Karzai, forseta Afganistan.
Hillary Clinton ásamt Hamid Karzai, forseta Afganistan. mynd/AP
Bandaríkin hafa útnefnt Afganistan sem nána bandalagsþjóð sína utan Atlantshafsbandalagsins.

Þetta tilkynnti Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í óvæntri heimsókn í Kabúl, höfuðborg Afganistan í gær.

Útnefningin kemur til með að hafa mikil áhrif en hún gerir Afganistan kleift að nálgast bandarísk hergögn með auðveldari hætti en áður.

Þá mun Afganistan einnig geta skipulagt hervarnir sínar í samstarfi við Bandaríkin.

Á meðal þeirra landa sem lýst hafa verið bandalagsþjóðir Bandaríkjanna, utan NATO, eru Ástralíu, Egyptalands og Ísrael.

Í maí á þessu ári ákváðu leiðtogar NATO að draga hermenn sína úr landinu og verður það gert í síðasta lagi árið 2014.

Talið er að 130 þúsund hermenn á vegum bandalagsins séu nú í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×