Erlent

Flóð í Rússlandi - 134 látnir

Frá vettvangi í Rússlandi.
Frá vettvangi í Rússlandi. mynd/AP
Að minnsta kosti 134 eru látnir eftir skyndiflóð í Krasnodar-héraðinu í suðurhluta Rússlands. Þetta ein skelfilegustu flóð í manna minnum á þessu svæði.

Bærinn Krymsk varð verst úti í flóðunum. Flestir íbúarnir voru sofandi þegar vatnsflaumurinn skall á bænum.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti svæðið í dag og ræddi við björgunarmenn.

Talið er að þúsundir bygginga séu enn á kafi.

Mikil örvænting er á svæðinu. Enn er rafmagnslaust og allar verslanir lokaðar. Þá er talið að um 13 þúsund manns hafi orðið fyrir beinum áhrifum af skyndiflóðunum.

Flutningur á hráolíu við Svartahaf hefur einnig farið úr skorðum í kjölfar flóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×