Enski boltinn

Terry sýknaður | Ferdinand hrósað fyrir hugrekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Terry mætir til dómshússins í dag.
Terry mætir til dómshússins í dag. Nordicphotos/Getty
Enski knattspyrnumaðurinn John Terry var í dag sýknaður af ásökunum um kynþáttaníð í garð mótherja síns Antons Ferdinand.

Auk þess sem Terry var sýknaður hrósaði dómarinn Ferdinand fyrir hugrekkið sem hann þótti sýna við að hafa fylgt málinu eftir.

Terry átti að hafa látið ljót orð falla um Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum. Ferdinand áttaði sig hins vegar ekki á því að um meinta kynþáttafordóma hefði verið að ræða fyrr en hann sá myndbandsupptöku af atvikinu að leik loknum.

Ákveðið var að fresta því að rétta í málinu þar til að loknu Evrópumótinu í knattspyrnu. Engu að síður var Terry settur af sem fyrirliði enska landsliðsins í óþökk þáverandi þjálfara liðsins, Fabio Capello. Capello sagði starfi sínu lausu í kjölfarið.


Tengdar fréttir

Ferdinand: Ummæli Terry særðu mig

Réttarhöld í máli Antons Ferdinand gegn John Terry hófust í London í dag. Terry er sakaður um að hafa haft kynþáttafordóma í frammi gagnvart Ferdinand í viðureign QPR og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í október síðastliðnum.

Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag

John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×