Innlent

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Júlla í Draumnum

Júlíus Þorbergsson.
Júlíus Þorbergsson. mynd/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Júlíusi Þorbergssyni en hann var fundinn sekur að um hafa selt lyfseðilsskyld lyf og fíkniefni í verslun sinni Draumnum á árunum 2008 og 2009.

Héraðsdómur dæmdi Júlíus í tólf mánaða fangelsi fyrir brot gegn lyfjalögum, tóbaksvarnalögum, fíkniefnalögum og almennum hegningarlögum.

Þá er Júlíusi gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins en hann nemur rúmlega hálfri milljón króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×