Erlent

Metverð fyrir nútímalistaverk

Málverkið "Appelsínugulur, rauður, gulur" eftir Mark Rothko er nú orðið dýrasta nútímalistaverk sögunnar, það er þegar litið er til verka sem máluð eru eftir seinna stríð.. Verkið seldist á uppboði í New York í gær á 86,9 milljónir dollara eða um tíu milljarða íslenskra króna.

Alls seldust verk fyrir 388 milljónir dollara á uppboðinu og er það einnig met þegar kemur að nútímalist. Verkið málaði Rothko árið 1961 en hann lést árið 1970. Það virðist því vera líf í listaheiminum því í síðustu viku seldist Ópið eftir norska málarann Edward Munch á 120 milljónir dollara en það er dýrasta málverk sem selst hefur á uppboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×