Að eiga val Finnur Sveinsson skrifar 20. mars 2012 06:00 Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar