Að eiga val Finnur Sveinsson skrifar 20. mars 2012 06:00 Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru bílaþjóð. Fjöldi bíla á hvern íbúa er með því mesta sem gerist í Evrópu, það er næstum því einn bíll á hvert bílpróf sem þýðir að flest heimili eru með 2-4 bíla. FÍB hefur reiknað út að meðalkostnaður við að eiga bíl sé yfir ein milljón á ári, séu afskriftir og fjármagnsgjöld tekin með í reikninginn. Það þýðir að kostnaður fyrir meðalstóra fjölskyldu eru a.m.k tvær til þrjár milljónir króna á ári einungis til að reka bílaflotann. Ennfremur kjósa Íslendingar að eiga stóra bíla og er því bílafloti Íslendinga mun orkufrekari en í flestum Evrópuríkjum. Hvað þarf til að breyta þessu viðhorfi Íslendinga til einkabílsins? Það er ljóst að hægt er að nýta peninginn í margt skemmtilegra en að láta hann liggja í bíl sem er aðallega notaður til aksturs til og frá vinnu og í smátúra. Það þarf að skapa forsendur hérlendis fyrir fjölbreytt samgöngukerfi sem fólk getur nýtt sér, allt eftir þörfum hverju sinni. Þjónustu með flýtibíla er að finna víða erlendis. Flýtibíllinn gengur einfaldlega út á það að fólk geti leigt sér bíl allt frá einum klukkutíma og upp í nokkra daga. Bílarnir gætu verið staðsettir á sérstökum bílastæðum um bæinn, nálægt stærstu vinnustöðum, strætóstöðvum og verslunarkjörnum. Hægt væri að panta þá af netinu og huga að því að aðgangur sé þannig úr garði gerður að það þarf ekki sérstaka umsýslu með lykla. Að leigutíma loknum greiðir viðkomandi fyrir raunverulega notkun, þ.e. fyrir akstur og tíma. Þannig gefst fólki kostur á að nýta einkabílinn þegar það nauðsynlega þarf en aðra samgöngumáta þegar það getur. Fyrir þá sem eiga ekki bíl þá hefur fólk aðgang að bíl án þess að fara í þá fjárfestingu sem nýr bíll er. Stærsti hluti daglegra ferða á höfuðborgarsvæðinu er innan við 10 km. Séu valmöguleikar fyrir hendi er hægt að skipuleggja þessar ferðir á marga vegu, eftir því sem er hagkvæmast hverju sinni. Það er hægt að hjóla, ganga eða taka strætó, taka leigubíl eða flýtibíl, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Þegar valmöguleikar aukast í samgöngum er hægt velja um fleiri kosti en einkabílinn og skipuleggja þannig ferðir miðað við hagkvæmustu lausnina hverju sinni. Þannig getur heildarkostnaður orðið lægri en að eiga og reka bíl númer tvö og/eða þrjú. Ef þú vilt kynna þér kosti flýtibíla kíktu þá við í Tjarnarbíó í dag kl. 15.00 en þar verður haldinn fundur um framtíð flýtibíla hérlendis.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar